Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1956, Blaðsíða 3

Muninn - 01.12.1956, Blaðsíða 3
MUNINN S hennar og hún flutt burt, hrópandi af ang- ist. Ég stóð þarna og horfði á grænt, lítið jólakerti í titrandi barnshendi. Kertið hafði kveikt í hári Veru. Mynd kertisins og elds- ins greyptust í hug mér um alla eilífð á þessum fáu mínútum. Tólf ár hafa liðið, síðan atburður þessi varð. En stundum á heiðskírum, kyrrum desemberkvöldum, þegar glitrandi lausa- mjöll liggur á jörðinni, á girðingum og í görðum, þá kemur þessi mynd og sviptir mig ölluin friði. Veru sé ég sjaldan nú orðið. En stundum, þegar ég skrepp í garnla þorpið, þá mæti ég, ef til vilþungri stúlku,afskræmdri af bruna- sárum á enni og vöngum. Hún skýzt milli húsa og reynir að fela sig fyrir heiminum. Hún horfir á mig, en ávarpar mig ekki. Og spurningin þráláta stígur upp í hug mín- um: Hvers vegna? Ó, hvers vegna? Héðinn Jónsson. Ljóð Þegar ég meynni mætti morguninn góða, kyssti ég hennar heita munn og höndina rjóða. Ég bað hana að koma, er kvölda tæki og kyssa mig. Og um kvöldið kom liún hljótt. Hún kyssti mig góða nótt. Ég get ekki gleymt þér, vina né grafið í tímanna djúpi, því dökkar nætur dvelur þú í draumsins hjúpi. S t e f Sit ég þar til birtu bregður 3h — blásna skefur sanda, treysti róminn hrjáðum huga — húki einn á granda. Mæli fyrir munni slitur: ,,Margt er haft til veiða. Græðir angan, ljúfa liti, lítil rós, að seiða.“ Halldór. Brotnar brýr Gott það væri að gleyma, gleyma liðnum árum, gleyma að til var gleði, gleyma horfnum tárum. Gleyma gömlum vinum, gleyma sorg og trega. Grafa allt í garði gleymsku, eilíflega. Iðunn. Til þín Lækur, er hjalar í lítilli brekku, lyngið, sem grær útí mó. Fuglinn, sem kvakar, fjöllin háu, fífill í mosató. Morgunroðinn á heiðum himni, hafið draumablátt. Blíður vordagur, helsvart haustkvöld, hrímhvít vetrarnátt. Allt, sem er til, í myndinni þinni mætist. Þú ert máttugi draumurinn, sem aldrei rætist. Huldar S. Ásmundsson. Iðunn.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.