Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1956, Blaðsíða 6

Muninn - 01.12.1956, Blaðsíða 6
6 MUNINN in, sem voru verzlun samfara, svo að ekki sé nú talað um alla ábyrgðina. F.n ætli þeir rækju sig ekki á það, þegar fram í sækti. Dagarnir liðu með sínum sundurleitu viðbuiðum, en voru þó hver öðrum líkir. Sólin reis hvern morgun og hneig til viðar að kvöldi. Alltaf styttist þó sá tími, sem hún skein á hverjum degi. Skömmu eftir hádeg- ið hvarf sólin, séð úr búðinni lians Ólsens gamla. Þá brá hún sér á bak við Kleifartind, en hann var handan fjarðarins. Seinna kom hún svo í ljós aftur, sínu bjartari en fyrr. Sláturtíðin var um garð gengin. Það fór, eins og Ólsen hafði grunað. \7iðskiptavin- irnir hans gömlu og góðu komu til hans ennþá. Þeir treystu ekki ungu mönnunum til stórræðanna. Samt hafði verzlun Ólsens garnla dregist saman að miklum mun. Það var einnig orðin mikil breyting á Lárusi búðarmanni. Hann var orðinn „sjentilmað- ur“, eins og sagt er á ljótu máli. Hann rak- aði sig orðið á hverjum degi.sem hann gerði aðeins tvisvar í viku áður, og einnig gekk hann með hvítt urn hálsinn daglega. Það var heldur ekki néitt dónaleg lyktin af hár- olíunni, sem hann notaði. Líf Lárusar búð- armanns hafði sem sagt breytt um stefnu. Það varð daginn, sem skrifstofustúlka sýslu- mannsins kom inn í búðina til hans. Nú gerði hann sér meira far um að dvelj- ast hjá henni, en hugsa um hag verzlunar- innar og Ólsens gamla. Þótt hann stæði í auðri búðinni alla daga, var hugurinn alls ekki bundinn við starfið. Honum fannst skemmtilegast að sitja í gluggakistunni, íhorfa út yfir fjörðinn og láta hugann svífa inn í framtíðina. Hann myndi kaupa verzlunina af Ólsen gamla og auka veltuna. Hann myndi vinna allan hug Sólrúnar, það var hann viss um. Aidrei fyrr hafði hann borið slíkar tilfinningar til nokkurs manns, og hann nú bar til Sólrúnar. Já, gaman var að ganga með henni úti á kvöld- in. Hún var svo kát og fjörug, talaði um alla heima og geima, hló og flissaði. Svo fylgdi hann henni heim seint á kvöldin, og þá kyssti hún hann góða nótt. Hjól tímans hélt áfram að snúast sí og æ. Dagarnir urðu styttri og styttri, en myrkrið sveipaði jörð og haf sínum dulúðga hjúpi. Svo voru alit í einu komin jól. Aldrei hafði Lárus búðarmaður átt svona náðuga daga í búðinni hans Ólsens gamla. Nei, ekki vant- aði það. En fólkið fór mikið frekar niður í kaupfélag og lét „skrifa“ hjá sér þar. Það hlaut að vera mikið betra að láta ,,skrifa“ hjá sér í kaupfélaginu en hjá Ólsen garnla. Annan dag jóla var haldinn dansleikur í samkomuhúsi þorpsins. Raunar var sanr- komuhúsið aðeins gamalt og lélegt hús, en ef gott veður var, þá var liægt að halda skenrmtun þar. Lárus búðarmaður bjó sig eins vel og hann frekast gat. Síðan hélt hann á dans- leikinn ásamt Sólrúnu. En hvað það var einkennilegt, að hann skyldi hafa boðið stúlku á dansleik. Aldrei hafði liann dansað og kom sjaldan á skemmtanir. Það kom fjörugt danslag, og þau svifu út á gólfið. En hvað hún var létt og liðug. Hann var hins vegar þungur og stirður. Hvað eftir annað steig hann ofan á fæturna á henni. Hún hljóðaði upp. en hann bað auðmjúklega fyrirgefningar. Hann leiddi hana til sætis og gekk svo út á stéttina. Það var tilgangs- laust fyrir hann að reyna að dansa. Auðséð var, að það gat ekki heppnast. Hann gekk því upp á hæðina fyrir ofan húsið. Héðan sást langt yfir fjörðinn og inn í sveit, þegar bjart var. Nú sáust aðeins ljós á bæjunum. Þorpið lá hér fyrir neðan liann. Hér var hann fæddur og alinn upp. Hérna átti hann sínar óskir og sínar þrár. Þetta litla þorp var honum kærara en allt annað, nema þá Sólrún. Hún var auðvitað þar undanskilin. En hvernig átti hann að geta búizt við, að hún vildi nokkuð með liann hafa. Hann gekk aftur inn í samkomusalinn. Þá sá hann Sólrúnu og Guðjón afgreiðslumann í kaup- félaginu dansa þar saman, og þau virtust

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.