Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1956, Blaðsíða 5

Muninn - 01.12.1956, Blaðsíða 5
MUNINN 5 hans. Sannleikurinn var nefnilega sá, að Lárus hafði aldrei notið neinnar kvenhylli. Þetta var nú sagt í trúnaði, því að Lárus hafði allt aðra skoðun. Hann var sem sagt ekki farinn að hugsa neitt í hjónabandsátt. Það var nógur tíminn, þótt hann væri orð- inn hálffertugur. Nú voru dyrnar opnaðar, og Grímur hreppstjóri kom inn í búðina, og var sýni- lega gustur á honum. „Ég er kominn með féð mitt hingað út eftir, Lárus, en ekki veit ég um, hvort ég læt ykkur fá það. Kaupfé- lagið virðist bjóða betur. Eða hvers má ég vænta héðan?“ Lárus hafði einmitt óttast þetta. Þeir virtust ætla að taka allt undir sig þarna í kaupfélaginu. En hreppstjórann máttu þeir alls ekki fá. Það fylgdu þá alltaf fleiri á eftir. „Það er bezt, að þér farið inn til Ólsens og talið um þetta við hann.“ Hreppstjórinn lét ekki segja sér þetta tvisvar, en tók búðargólfið í fáeinum skref- um og hvarf inn í skrifstofu kaupmannsins. Búðarmaðurinn gekk um gólf og var í þungurn þönkum. Það var ískyggilegt hvað menn skiptu orðið strax mikið við kaup- félagið. Samt var aðeins hálfur mánuður, síðan það tók til starfa. Það virtist ekkert hafa að sega, þótt Ólsen byði bændum og öðrum betri kjör en nokkru sinni fyrr. En kaupfélagið, hlaut þó fyrr eða síðar að verða gjaldþrota með þessu áframhaldi. Þetta virtust ýmsir gamlir og tryggir við- skiptavinir sjá, þótt allir þeir yngri styddu kaupfélagið. Slátrun sauðfjárins byrjaði fyr- ir viku, og ennþá hafði enginn bóndi kontið með fé sitt í verzlun Ólsens gamla. Kaup- félagið fékk allt. Skyndilega voru skrifstofudyrnar opnaðar og hreppstjórinn kom þjótandi út. Hann var þrútinn í framan og sýnilega mjög æstur. Ólsen gamli kom nokkru á eftir honum og baðaði út höndunum. „Þú skalt fá krónu hærra verð hjá mér en í kaupfélaginu," hrópaði hann. Hreppstjórinn, sem var kom- inn fram að dyrum, sneri sér við. Þetta virt- ist hafa áhrif. „Ja, ef þú gerir það, þá skiptir öðru máli,“ mælti hreppstjórinn. „Þú sérð, að ég get ekki boðið öllum slík kjör. Mér finnst kaupfélagið bjóða nokkuð hátt, þótt ekki sé boðið hærra.“ Kaupmaðurinn stóð teinréttur og hampaði gleraugunum fram- an í hreppstjórann. „Þetta getur nú satt verið, Ólsen minn, en annað er í þessu máli, og það er ,að allir skuli fá sama verð hjá kaupfélaginu. Þeir virðast ekki gera neina grein fyrir, hvort það er ríkur sveitar- höfðingi, sem í hlut á, eða einhver fátækur barnamaður. Þetta er líka alveg eftir rétt- lætinu jíeirra, þessara ungu manna. Ég verð nú að segja, að það hefur aldrei komið önnur eins plága yfir okkar sveit sem þessi, síðan fjárkláðanum var útrýmt. Þeir virðast ekki bera virðingu fyrir neinum manni og hana nú. Jæja, Ólsen, þetta stendur þá svona okkar í milli. Ég læt þig hafa lamba- píslirnar." Að svo mæltu fór hreppstjórinn út, en Ólsen gamli gekk hægt og rólega inn í skrifstofuna sína. Það væri skömm að segja, að útlitið væri gott núna. Ekki horfði glæsilega með fiskinn. Þeir sögðust vera að byggja hraðfrystihús þarna hjá kaupfélag- inu. Svo ætluðu þeir að gefa mikið hærra verð fyrir ýsu og steinbít, en hann hafði nokkru sinni gefið fyrir þorskinn. Auðvit- að gat hann hækkað verðið svolítið hjá sér. En hvað stoðaði það? Allar þeirra aðgerðir virtust miða í þá átt að láta þá, sem ekkert áttu og aldrei gátu borgað, fá jöfn kjör við þá, sem alltaf stóðu í skilum og áttu, ef til vill, eitthvað dálítið undir sér. Þetta gat gamli kaupmaðurinn alls ekki sætt sig við. Frammi í búðinni tvísteig Lárus búðar- maður og hneykslaðist á framferði hinna yngri manna á staðnum. Svona launuðu þeir blessuðum kaupmanninum hina dyggu þjónustu hans við þá og byggðarlagið á undanförnum áratugum. Höfðu þeir kann- ski ekki átt allt sitt undir hans góðmennsku og framsýni? Þeim voru ekki ljós skakkaföll-

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.