Muninn

Årgang

Muninn - 01.03.1963, Side 10

Muninn - 01.03.1963, Side 10
HUNDUR? MAÐUR? ÉG F.R HUNDUR. Já, þú kannske trúir mér ekki. Ég er hundnr. Ég skal segja þér, hvernig ég er á litinn. Mórauður. Hárið er úfið og lafir í flygsum og sneplum. Fæt- urnir allt of langir miðað við skrokkinn. Það er nótt, og ég stend á grasflöt fyrir framan stórt, lágt hús, sem er uppljómað. Það heyrast hlátrasköll og skrækir út um gluggana. Einhver er að syngja, eða reyna að syngja garnla ástarvísu. Fyrir aftan hús- ið eru stór tré, sem virðast vera að hlusta eins og ég. Ég geng að dyrunum og reyni að sjá inn. Fyrir innan eru þrjár konur og fjórir karl- menn dreifð um stórt herbergi í ölvímu- sömum stellingum. Einn af mönnunum er í stórum stól með háum örmum, eins og til þess að hann detti ekki úr honum. Þrátt fyrir að nóttin er heit, er baðkápu brugðið um herðar honum. Hann er hóstandi os; reynir að drekka. Öðru hvoru kallar hann á eina af konunum, sem er auðsjáanlega konan lians, til þess að biðja hana um að fylla glasið. Hún er algjörlega upptekin við stóran kraftalega vaxinn mann, og hún er nógu drukkin til þess að fara ekki í neina launkofa með það. Gin- og whisky- flöskur, ásamt glösum, sem hefur verið velt unt koll, eru allsstaðar, hvert sem ég lít. „Dragðu niður kjólinn“, segir veiki mað- urinn og bendir á ber læri hennar. „Æ góði, vertu nú ekki eins og hleypi- dómasöm kerling“ svarar hún og hallar sér aftur á bak í sófa. „Allir vita að ég hef fæt- ur. Hvað er rangt við að sýna það sem all- ir vita að ég hef?“ Síðan byrjar hún að segja öllum í her- berginu, hvað maður hennar sé afbrýðis- samur út af smámunum. Ég skríð eftir gólfinu og leggst við stól veika mannsins. Hann lætur höndina síga niður og hún lendir í mínum löngu, slöppu eyrum. Hann lítur á mig, og ég sé ekkert í augum hans, nema ölæðislega eftirvænt- ingu. Hann lítur af mér og horfir sem snöggvast á dökku, laufmiklu trén, sem bíða og hlusta handan við húsið. Hann kallar á aðra stúlku og hvíslar ein- hverju í eyra henni. Hún fer frá honum og kemur aftur með Gin-flösku. Hann setur varir að stút og drekkur vínið óblandað. Hann er orðinn mjög ölvaður, hálfblindur af drykkju. Beint fyrir framan hann er kon- an hans að kyssa langa slánann, en hann virðist ekki sjá þau. Það er orðið hljótt í herberginu. Sum ljósin loga ekki lengur. í kyrrðinni heyrist brostin rödd veika mannsins reyna að syngja vögguvísu. Hún á illa við andrúmsloftið í herberginu. Stúlk- an, sem kom með ginflöskuna handa hon- um, bæði kyssir herrann sinn og grætur í einu. Mér líður illa við hliðina á félaga mínum, en eitthvert hugboð heldur mér kyrrurn. Hann hóstar ákaft og teygir sig eftir flöskunni, fálmar, þangað til hann finnur hana og ber hana að vörum sér. Þegar hann lætur hana síga aftur, er hún tóm, og andlit hans er baðað í svita. Brost- in rödd hans stígur aftur upp frá brjósti hans, og hann reynir að halda áfram með vögguvísuna, sem hann kyrjaði fyrr. Rödd- in hljóðnar, og hann fellur þyngslalega áfrarn. Konan hans horfir á hann í nokkr- ar mínútur, snýr sér síðan að vini sínum og kinkar kolli. Þau rísa á fætur og flýta sér gegnum dyr, sem liggja inn í dimmt herbergi. Hálfur klukkutími líður, og enn þá hreyfist drukkni maðurinn ekki. Önnur höndin hangir máttleysislega niður yfir stólarminn. Ég þefa af henni og hrekk til 62 MUNINN

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.