Muninn

Volume

Muninn - 01.03.1963, Page 22

Muninn - 01.03.1963, Page 22
Blak MÓTIÐ hófst skömmu fyrir jólin í fyrri riðlinum, sem í voru þriðji bekkur og miðskóladeild. Alls voru í riðli þessum sjö lið, og lauk honum með yfir- burðasigri landsprófs. Voru þeir vel að sigrinum komnir og höfðu þar með unnið sér réttindi til keppni í efri riðlinum. í efri riðli voru átta lið, og hófst keppni eftir jólafrí. Fáir leikir voru góðir, og voru liðin lé- legri í vetur en í fyrra, nema landsprófsliðið. Urslitaleikurinn var leikinn 26. janúar og að- ilar voru V.s og Vl.m. Urðu þeir að leika fjórar hrinur, þar eð ekki fengust úrslit að venjuleg- um leiktíma loknum. Eftir æsispennandi og mjög tvísýnan leik, sigraði Vl.m mörgum til vonbrigða. Ku þetta vera í fyrsta sinn í tíu ár að máladeild hefur sigrað í blakmóti. Annars voru liðin sem hér segir: Landsprófsliðið var í heild gott, leikmenn sam- stilltir og liprir. Sýndu þeir vel getu sína, er þeir sigruðu VI.s, lið sem annars var talið sig- urstranglegt. Beztu menn liðsins voru tvíburarn- ir Steinar og Geir ásamt Jóni. Fjórðabekkjarliðin voru frekar léleg og sýndu lítil tilþrif. Lið IV.sa var skárst og átti Þormóð- ur mikinn þátt í því. Leikmenn V.m voru yfir- leitt daufir, og kom á daginn, að þeir voru ekki eins hættulegir og búizt var við. Á móti Vl.m reyndu þeir þó að hrista af sér slenið, en töp- uðu 1:2. V.s kom öllum á óvart með því að keppa til úrslita við Vl.m og er álitamál, hvort liðið er betra. Vörnin er góð og svo er Bárður stórhættu- legur í framlínunni. I liði Vl.m er að finna beztu vörn í skólanum, þar sem eru Ingvar, Guðni og Sigurður Benja- mínsson. Eru þeir ótrúlega liprir, og fer boltinn ekki auðveldlega í gólfið hjá þeim. Framlínan skemmir liðið óneitanlega, en þar er Georg lang- beztur. Lið VI.s byrjaði með því að tapa 3:0 á móti Landsprófi, og sennilega hefur það ráðið, að þeir urðu að láta sér nægja þriðja sætið. Má það ef til vill kallast óheppni. Annars er liðið nokkuð jafnt, og beztur er Loftur. Urslit urðu þessi: VI. m unnar hrinur 17 + 1 V. s -17 VI. s —15 Lpr. —13 IV. s a 10 V. m —9 St. Þ. Náttúrufræði í 6. m.b. Steindór: Meðalhæð ís- lendinga hefur farið síhækkandi á undanförn- um árum og verður orðin 190 cm árið 2000. Þá fer ekki mikið fyrir þér, Kristinn minn. Danska í 4. s.b. Navnet Gud fl0j gennem hans be- visthed, mens han svevede forladt pá en fjæl mellem himlens og vandets afgrund. Ámi Ingvars þýðir: Nafn Guðs skaust í gegnum huga hans yfirgefið á fjöl milli himins og hyldýpis vatnsins. Á ritnefndarfundi. Gunnar Stefánsson kemur með ferðatösku nið- ur kirkjutröppurnar. Kristinn Jóh.: „Já, já, eitthvað er hann búinn að yrkja þessi“! Latína í IV. S.B. Hákon: Júlíus, vaknaðu, þú átt að koma upp næstur. Júlíus: Strákar, komið með bók og glósur. Enska í IV. S.B. „There was joy in every face and spring in every step.“ Steindór Gíslason þýðir: „Það var gleði í hverju andliti og stökk í hverju skrefi.“ Friðrik S. á eftir: „Ja, þú ert heppinn, að þetta kemur ekki í Munin.“ 74 MUNINN

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.