Muninn

Volume

Muninn - 01.03.1964, Page 3

Muninn - 01.03.1964, Page 3
m u n enntaskó i n n AKUREYRI Davíá Stefánsson frá Fagraskógi - IN MEMORIAM - Davíð Stefánsson er látinn —. Þessi helfregn snart viðkvæmari streng í brjósti hinnar íslenzku þjóðar en nokkur önnur helfregn hefur lengi gert. Skáldið, sem unnið hafði hug hennar og lrjarta íyrir 45 árum, var horfið sjónum. Skáldið, sem hafði á svörtum fjöðrum þreytt flug sitt inn í hásal íslenzkrar óðsnilldar. Harpan, sem hafði verið knúð af slíkri íþrótt, að töfrað hafði heila þjóð með tónaseið sínum, var þögnuð. Var nokkur furða, þótt þjóðin væri slegin harmi? En dauði skálds skiptir litlu máli. í verk- um sínum lifir það, þótt kynslóðir hnígi til moldar. Sá Fagriskógur, sem Davíð Stefáns- son gaf þjóð sinni, verður aldrei eyddur, vegna þess að hann er óaðskiljanlegur hluti sjálfrar þjóðarsálarinnar. Sá skógur mun sí- fellt halda áfram að laufgast og gleðja augu þeirra, sem um þjóðveginn fara. Davíð Stefánsson kom eins og kallaður inn í íslenzkan bókmenntaheim. Hann var ævintýrið sjálft. Hann leysti íslenzkan skáldskap úr læðingi langrar þvingunar og hafta. Söngvar hans bræddu ísinn, þeir fóru eins og gróðrarþeyr yfir frosna jörð. Hér var skáldið komið, skaldið, sem svo lengi hafði verið þráð. Jónas Hallgrímsson hafði opnað augu þjóðar sinnar í dögun ís- lenzkrar endurreisnar og beint hug hennar að nýjum markmiðum. Davíð Stefánsson

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.