Muninn

Volume

Muninn - 01.03.1964, Page 6

Muninn - 01.03.1964, Page 6
mn vel val sitt á leikritum og leikstjórum? Voru þessi leikrit ekki valin með það fyrir augum að auðvelda leikendum skilning á eðli leikritsins og byggingu, voru persónur leikritsins ekki sérstaklega meðfærilegar fyr- ir byrjendur fvel byggðar frá hendi höf- undar) og höfðu leikritin ekki bókmennta- legt gildi? Mig iangar til að treina mér svarið ofurlítið á meðan ég glöggva mig betur á nokkrum atriðum. í fyrsta lagi er mjög erfitt að velja leikrit, sem uppfyllir þessa höfuðkosti. í öðru lagi þarf til þess kunnáttumenn, sem skólinn hefur ekki til að dreifa, og í þriðja lagi er erfitt að grípa niður á réttum stað i öllu því leikritaflóði, sem er á boðstólum. Þess vegna hlýtur stundum að þurfa að grípa til þess örþriia- ráðs að velja leikrit, sem hefur hlotið vin- sældir annars staðar í þeirri von, að það sé vel fallið til uppsetningar og auðvelt í með- förum. Og í fljótu bragði virðist svo sem verk viðurkenndra höfunda hljóti að vera vel byggð og persónur fastmótaðar fyrir ut- an bókmenntalegt gildi sitt og listrænu. En því miður hefur okkar ágæta leikfélag stundum verið heldur kærulaust í vali við- fangsefna og stundum svo að mann grunar það um gróðapólitík. Nú, það kann að vera allt í lagi þótt leikfélagið græði, en þegar svo er komið að jafnaðarlega eru sýndir lé- legir farsar, skrípaleikrit um morð og rán- deildir, fer lítið fyrir hinum þroskavæn- legu áhrifum þess. En nú vík ég að öðru. Leikritið „Er á meðan er“ eftir hinn rómaða leikhúsmann George Kaufman og samhöfund hans, Moss Hart, er vinsælt leikrit á meðal amatörleikhúsa. Það er auð- velt í uppsetningu og einfalt í sniðum, sér- staklega fágað, hlýtt í viðmóti, hnyttið og lifandi, en hins vegar má auðveldlega rang- túlka flestar persónur og stórskemma leik- ritið í flutningi með dálitlu kæruleysi. Með dálitlu kæruleysi segi ég, en auðvitað má skemma leikritið með fleiri aðferðum eins og greinilega kom í ljós í flutningi M. A. og ég mun síðar víkja nánar að. Og hvert er svo listrænt gildi þessa leikrits? Hvað er með frumkraft höfunda og andríki? Nei, leikritið er hvorki listaverk né mikil heim- speki, enda varla til þess ætlazt af höfund- um. Að vísu má láta sér finnast leikritið boða mönnum þau sannindi, að hamingjan verði ekki keypt við peningum, en það er vafasöm rökfræði, að mönnum beri að leita hamingjunnar, með því að leika sér frarn í andlátið skeytingarlausir um þjóð- 62 MUNINN

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.