Muninn - 01.03.1964, Síða 8
að þessi gamli maður var skálduð persóna
en ekki raunverulegur — og hef ég grun
um að Iiirgir Ásgeirsson og Helga Jónsdótt-
ir séu í hópi meiri leikaraefna sem stigið
hafa á svið hér í skóla. Helga Jónsdóttir í
hlutverki Alice, sýndi góðan leik og hefur
betri framsögn en venjulegt er um leikend-
ur í M. A. Það væri of langt mál að ræða
leik hvers og eins, þegar leikendur eru
svona margir, og vel ég þann kostinn að
tala fremur um þá, sem mér virðast búa yf-
ir sæmilegum hæfileikum. Fyrst ber þá að
telja Einar Haraldsson (Paul Sycamore),
sem sýndi viðfelldinn leik og tókst að gæða
hinn rólynda heimilisföður skemmtilegum
persónuleika. Guðríður Þórhallsdóttir
(Essie) lék mjög sæmilega og var lifandi á
sviðinu. Jón Hilmar Jónsson (Ed) komst
einhvern veginn afturábak inn í sína rullu
svo að persónan virkaði eins og marsbúi en
lagaðist eftir því sem á leið. Vilhjálmur
Vilhjálmsson (Tony Kirby) náði sér eink-
um á strik undir lok leikritsins og sama
er að segja um Jóhann Heiður Jóhannsson
(Antony Kirby), sem hætti þó dálítið til
að ýkja.
Leiktjöld voru ósmekkleg og fremur
klúðursleg. Flutningur leikritsins var lé-
legri en efni standa til. Takið eftir því, að
leikfélagið getur betur. Það er ekki hægt að
ásaka menn fyrir skort á hæfileikum, en
þegar hæfileikar eru fyrir hendi er leiðin-
legt að nýta þá ekki betur. Tíminn til æf-
inga var stuttur og andinn innan leikfélags-
ins ekki beinlínis eins og telja verður æski-
legt. Leiksviðið, sem félagið hefur til af-
nota, er fremur lítið og illa útbúið, og þetta
leikrit var ekki heppilegt fyrir svona lítið
leiksvið. Til þess eru persónur of margar,
enda gætti þess mjög að sum atriði yrðu
ruglingsleg. Leikfélagið ætti að taka tillit
til þess framvegis og væri ekkert skynsam-
legra en að byrja strax að hugsa til næsta
viðfangsefnis. Mætti þá lélagið vera minn-
ugt þess, að næsta ár er líklegt að hæfileika-
menn verði óvenju margir: Birgir, Helga,
Einar, Guðríður, Arnar Einarsson, sem get-
ur vel gert, og fleiri. Og gaman væri, ef því
tækist að velja verðugt viðfangsefni, þar
sem hæfileikamenn fengju að njóta sín, og
gætu ef til vill lagað svolítið til í félaginu.
En ekki er nóg að hugsa til næsta leikrits,
leikstjórinn er ekki síður mikilvægur, auk
heldur mætti ákveða viðfangsefnið í sam-
ráði við hann. Megi svo leikfélag M. A.
lengi lifa. (Hér á að koma ferfalt húrra.)
Brynjar Viborg.
Brandarar
Enska í VI. b.
Friðrik Sigfússon: Þegar salemi eru upptekin,
stendur á þeim „occupied,“ en hvað eru þau,
þegar þau eru ekki„occupied“?
Arnmundur: Biluð.
Þytur mikill heyrist fyrir utan stofu 6. s.
Óskar: Síeig nú Þingeyingurinn á nagla.
Enska VI. a.
Wliat are all these kissings worth, if thou kiss
not me?
Margrét þýðir: Hvers virði eru allir þessir
kossar, (hún lítur upp og mænir á Friðrik S.),
ef þú kyssir mig ekki?
Friðrik Sigfússon: Jahá Margrét, að vísu
mundum við nota hjálparsögn!
í Sögu VI. a.
Aðalsteinn: Hann var einn mesti ræðusnilling-
ur þeirra tíma, og hafði æft sig í því frá alda
öðli!
Náttúrufræði VI. a.
Steindór: Æi, greyin mín þegiði nú, eyrun á
mér eru full af kvefi!
Rödd úr bekknum: Snýttu þeim.
64 MUNINN