Muninn - 01.03.1964, Síða 16
Orar
Ég sit hér í innsta herbergi til vinstri á
geðveikrahæli borgarinnar, og í von um að
einhver vilji lesa sögu mína, hripa ég nið-
ur þessar línur.
Ef þið haldið að ég sé vitlaus, segi ég
ykkur í trúnaði, að svo er ekki. Já, það er
meira að segja mjög sennilegt að Jrið álítið
mig brjálaðan, en ég fullvissa ykkur um
að {DÍð hafið á röngu að standa, því að ég er
aðeins eitt af mýmörgum fórnarlömbum
ímyndunaraflsins og hins sálræna næm-
leika, sem orsaka oft á tíðum óskaplegt hug-
myndaflug og hugaróra af versta tagi.
Það er annars bezt að ég segi ykkur sögu
mína. Segi ykkur hvernig þessi sjúkleiki
ásamt meðfæddum taugaslappleika gerðu
mig að andlegu rekaldi á skömmum tíma.
— Frá Jrví að ég fyrst man eftir mér, átti
ég aldrei draumlausa nótt. En Jrað sem
verra var, allir mínir draumar voru meira
og minna óþægilegir, já, svo andstyggileg-
ir, að ég gekk aldrei til náða án þess að
kvíða fyrir draumum mínum. Að sjálf-
sögðu voru draumar mínir í samræmi við
aldur minn og þroska, og breyttust með
vexti mínum og framförum. í bernsku
dreymdi mig t. d. alls konar skrímsl og
ófreskjur, sem ýrnist eltu mig, tróðu á mér,
eða jafnvel átu mig með húð og hári.
Einnig bar olt við að mig dreymdi að ég
væri að kremjast undir einhverju vélar-
bákni, einhvers konar götuvaltara eða
ámóta verkfæri, eða að ég væri lagður á
bál og brenndur, eða étinn af mannætum,
eða jarðaður lifandi, eða steiktur í ofni, eða
mér væri troðið í gegnum skráargat, og
jafnvel dreymdi mig að verið væri að kæfa
mig í baðkeri, en þann viðbjóð dreymdi
mig oft. Ekki get ég sagt, að draumar mínir
hafi batnað með aldrinum, heldur urðu
þeir allt öðru vísi og reyndu meir á taug-
arnar.
Svo ég nefni eitthvað, dreymdi mig heila
nótt að ég væri að telja gamla blýanta, eða
ég væri að veggfóðra með frímerkjum, eða
tína ber með boxhönzkum, eða jafnvel að
ég væri látinn borða steikta vinnuvettlinga.
Ekki man ég að nefna fleira af draumum
mínum svona fljótt á litið, enda gerist þess
ekki þörf, þar sem ég álít þetta litla sýnis-
horn hafa veitt ykkur næga innsýn í
draumaheim minn. Með öðrum orðum,
Jrið hafið séð, hvílíkur píslarvottur draurna
minna ég var, og getið ímyndað ykkur líð-
an rnína, eða öllu heldur þjáningar.
Hversu djöfullegir sem draumar mínir
samt sem áður voru, Jrótti mér þó ekkert
hryllilegra né meira geðshrærandi en
dreyma sama drauminn tvær eða fleiri næt-
ur í röð. Ég er jafnvel eins sannfærður um
að tilbreytnin í draumum mínum var það
eina, sem bjargaði mér frá sturlun, eins og
Jrað var tilbreytingarleysið, sem eyðilagði
mig fullkomlega, Jregar þar að kom.
Til allrar hamingju dreymdi mig yfir-
leitt ekki sama drauminn tvívegis, en ef
hann var óvenju ferlegur, kom Jrað þó fyr-
ir að mig dreymdi hann aftur og aftur.
Þegar svo bar við, var ég ekki mönnum
sinnandi, slík var vanlíðan mín oa: tauaa-
spenna.
Þar sem þetta líf mitt leið nokkurn veg-
inn stóratburðalaust, ætla ég að stikla á
stóru, og hefja frásögn mína á nóttinni sem
mig dreymdi náttbuxurnar. Já, þið hlæið
eflaust, en það er svo einkennilegt, að mitt
í öllum mínum ógeðslegu og hryllilegu
draumum dreymdi mig allt í einu náttbux-
ur eina nóttina.
Það hlýtur að vera hámark vitleysunnar
72 MUNINN