Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1964, Síða 19

Muninn - 01.03.1964, Síða 19
augnamiði að geta svo síðar ráðið sem mestu að tjaldabaki“. Mun flestum þykja ummæli þessi hin kátlegustu af munni manns sem greinarhöfundar, er manna mest hefur gert að því, að pota fram sínum mönnum til að geta sjálfur stjórnað að tjaldabaki. Hið eina nýtilega í Hrírnni er greinin Hugleiðingar urn ljóðlist eftir R. Sú grein er skriluð af hófsemi 02; sanngirni, sem aðr- ir skriffinnar Hrímnis mættu taka sér til fyrirmyndar. Forsvarsmenn Hrímnis geta dregið ýmsa holla lærdóma af þeirri útreið, sem þetta bermilega afkvæmi þeirra hefur fengið. Væri Birni Pálssyni hollt að hugleiða, að ekki er nóg að troða sér í áhrifastöður, heldur verða menn að hafa þá ábyrgðartil- finningu, að þeir viti, hvað þeir mega leyfa sér. Viti þeir það ekki, eða vilji ekki vita, eiga þeir ekkert erindi inn í félagslíf skól- ans. Jafn glannaleg ævintýramennska og Björn Pálsson hefur gert sig sekan um, er fjarri því að vera sæmandi manni, sem væntanlega vill láta bera virðingu fyrir sér sem þýðingarmiklum embættismanni. Ég álít að Hrímnir sýni mætavel hver er andlegur þroski þeirra manna, sem mest fjasa um það, hve skólablöðin — og þá eink- um Muninn — séu léleg. Vel má vera, að gáfnafari þessara manna sé ekki betur hátt- að en þetta umrædda framlag þeirra gefur tilefni til að ætla. En sé svo, — sem vonandi er, — er full ástæða til að hvetja þá til að beita fremur kröftum sínum til að bæta þau blöð, sem fyrir eru, en ráðast í jafn heimskulegt tiltæki og þeir nú hafa gert. Sízt vil ég mótmæla því að skólablöðin hér séu lélegri og einhæfari en æskilegt væri. En hvað veldur Jrví? Einfaldlega pennaleti menntlinga. Þetta er gömul og ný saga, sem margoft hefur verið rakin, og skal það ekki gert hér. En víst er framlag nöldurseggjanna eftirtektarvert. Sé Hrímn- ir það bezta, sem þeir hafa upp á að bjóða, verður að teljast vafasamt, hverjum skíni gott af, að þeirra andi fái að drottna í skóla- blöðunum. Þá lágmarkskröfu verður að gera til þeirra manna, sem við ritmennsku fást, að þeir skrifi eins og siðaðir menn. Því fer fjarri að undirritaður sé með Jressu að gefa í skyn, að leggja beri strangt, bókmenntalegt mat á efni það, sem birtist í skólablöðum. Ritnefnd tekur fegins hendi við öllu, sem henni berst, og birtir það, sé Jsað birtingarhæft. Aldrei hefur verið amazt við efni af léttara taginu, síður en svo. Skýringin á þvf, hversu lítið birtist af slíku efni, er einfaldlega sú, hve erfiðlega gengur að fá menn til þannig skrifta. Allt tal um það, að ritnefnd sé uppþornuð í ,,bók- mentasnobbi" og stingi með fýlusvip, efni, sem ekki uppfyllir strangar bók- menntalegar kröfur, undir stól, er út í hött. Hið eina, sem liægt er að segja við þá menn, sem í sífellu fjargviðrast yfir ónytj- ungshætti ritnefndar og þynnku skólablaðs- ins, er þetta: Grípið sjálfir pennann. Hafið liugfast, að Ijlaðið er gefið út fyrir ykkur, ekki fyrir ritnefndina. Minnizt þess, að gagnrýni er ekki einhlít, Jjótt nauðsynleg sé. En því aðeins kemur hún að haldi, að hún sé reist á skynsamlegum og sanngjörn- um grundvelli. Stefnið ekki að því einu að rífa niður, eins og of mikið af gagnrýninni hér í skóla virðist gera, heldur fyrst og fremst að því að byggja upp. Muninn stendur ykkur opinn. Upp með pennann! Það, sem höfuðmáli skiptir, er það, að allir ritfærir menn í skólanum sameinist í því að leggja eitthvað jákvætt af mörkum til blaðaútgáfunnar. Ef allir hafa þetta í huga, ættu blöð Menntaskólans á Akureyri ekki að vera á flæðiskeri stödd. G. St. MUNINN 75

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.