Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.03.1964, Qupperneq 24

Muninn - 01.03.1964, Qupperneq 24
Lausavísnaþáttur Enn hefur lausavísnaþátt. Þá nemendur Menntaskólans á Akureyri heimsóttu Menntaskólann á Laugarvatni á dögunum, var slegið upp vísnavöku í til- efni gestkomunnar. Var þar mikið ort. Tóku norðanmenn að sjálfsögðu drjúgan þátt í gamninu. Varð Friðrik Þórleifsson til þess að hefja vökuna: Nú skal hefja vísnavöku, vinir góðir, kveðið skjótt. Jóhann Hannesson skólameistari botn- aði: Látið reka stöku stöku svo standi vakan lram á nótt. Maður að nafni Guðni Kolbeinsson stendur upp úr liorni sínu og jDylur: Laugvetningar löngum slyngir, látið skeiða Pegasus. Friðrik botnar: Óðarbjallan enn þá hringir, andans snjalli legatus. Hefst nú orrahríð geysileg, og er skotið á báða bóga. Björn Pálsson ljóðar á kenn- araliðið, sem situr andspænis gestum: Sitja hér á móti mér miklir fræðajrulir. Ólafur Briem íslenzkukennari botnar: En því svara engu hér andar þeirra dulir. Kynnir vökunnar, ljóshærður, brosmild- ur snáði, er skammaður svo mikið, að Guðna Kolbeinssyni finnst nóg um: Ráðast menn á rindilinn með rökum ekki sterkum. Friðrik botnar: Hristir digran dindilinn drjúgur af sínum verkum. Menn láta einnig dynja óspart á Ingvari Asmundssyni stærðfræðikennara. Guðna Kolbeinssyni er spurn: Hvort mun Ingvar ekki svara öllum þessum spælingum? Sigurborg Hilmarsdóttir verður skjótust til svars: Hann mun sína speki spara spökum hornamælingum. En Ingvar sér að við svo búið má ekki standa: Hafa vit á vísunum værukærir slánar en skilninginn á skvísunum skáldlegustu bjánar. Þá kemur hljóð úr horni: Veika kynið von er að vanti í alla getu. Sigurborg er ekki á sama máli: Löstum karla lýsir það, að lygar þetta hétu. 80 MUNINN

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.