Muninn - 01.03.1964, Blaðsíða 26
Skömmu fyrir jól hófst keppni í blaki
karla. Þar var að venju keppt í tveim riðl-
um, og lauk þeim fyrri í desember. Sigur-
vegarar urðu, engum á óvænt, III c. Sigr-
uðu þeir í sama riðli fyrir ári. I bæði skipt-
in með yfirburðum.
Vakti það mikið umtal og nokkra gremju
hjá mörgum, er lið VI. bekkjar mætti til
leiks og í Ijós kom, að liðið var skipað
mönnum bæði úr stærðfræði og máladeild.
í mótum þessum hefur haldizt sú venja, að
keppnin um bikarinn hefur verið rnilli
mála- og stærðfræðideilda. En það er aðeins
venja. Einu lögin, sem skráð eru urn blak
hér í skóla, fjalla eingöngu um leikreglur.
Ekkert stendur um hvernig lið skulu skip-
uð, því miður. Lið VI. bekkjar er því á
engan hátt ólöglegt. Vonandi er, að bót
verði ráðin á þessu lagaleysi í nánustu
framtíð.
Um miðjan janúar kom svo að því, að
úrslitaleikur var háður. Húsfylli var og
margt stórmenna meðal áhorfenda, svo sem
skólameistari og formaður í. M. A. Eins og
spáð hafði verið, kepptu þarna til úrslita
III. c og VI. bekkur. Bæði lið voru jöfn að
stigum, hvort með 20 stig. Bæði höfðu allt
að vinna en engu að tapa. VI. bekkur með
sinn síðasta leik og úr liði III. bekkjar
hverfa hinir atorkusömu tvíburar, sem gera
liðið að því, sem það er. Eru þeir á förum
til Reykjavíkur og er mikil eftirsjá í þeim.
III. bekkur vann fyrstu hrinuna, en þá tók
VI. bekkur líka forustuna og vann hinar
tvær og þar með bikarinn. Lið VI. bekkjar
skipa: Bárður Guðmundsson, Steinar Þor-
steinsson, Guðmundur Oddsson, Óskar
Jónsson, Pálmi Jóhannesson og Halldór
Kristjánsson. Ejögur efstu liðin urðu þessi:
VI. bekkur a-Iið með 22 stig, III. c með 21
stig, IV. s.b. með 18 stig og V. s.b. með 15
stig.
Ovenju mikill áhugi hefur verið á blaki
meðal kvenfólks og er það vel.
Hraðmót í körfubolta var haldið í des-
ember. Sigraði þar a-lið IV. bekkjar. Frem-
ur lítill áhugi hefur verið á körfubolta í
skólanum í vetur, og má þar ef til vill
kenna um þjálfaraleysi. Einnig liáir það
mjög, að mikill skortur er á dómurum.
Skólamót í körfubolta stendur nú yfir.
Þá er komið að handboltanum. Laugar-
daginn þann 14. desember fóru 9 hand-
boltamenn til Reykjavíkur í boði mennta-
skólans þar. Stóð til, að spilað yrði að Há-
logalandi á þriðjudag. Sem nokkurs konar
undanfari fyrir aðal leikinn var spilaður
aukaleikur við háskólastúdenta í íjrróttasal
Háskólans á sunnudag, og þar sigruðu
menntskælingar með 10 mörkum eða 39:29.
Að Hálogalandi sigruðu svo M.R.-ingar
19:13 eftir fremur lélegan leik að hálfu
okkar manna. Þá hefur skólaliðið keppt
tvisvar við úrval frá K. A. og sigraði í bæði
skiptin. Um miðjan febrúar héldu 2. og 3.
flokkur í keppnisför til Húsavíkur. Úrslit
urðu, að 3. flokkur tapaði sínum leik 20:25,
en 2. flokkur vann sinn leik með sömu
markatölu eða 25:20. — Nýlega er lokið
skólamóti í handbolta. 7 lið voru skráð til
keppni. Þykir mörgum sem sumir leikir í
móti þessu hafi verið nokkuð harkalegir,
og verður að skrifa það á reikning dómara.
Laugardaginn 1. febrúar var úrslitaleikur
háður, og var hann milli III. a-liðs og a-liðs
IV. bekkjar. Dómari var formaður í. M. A.
Ingvar Björnsson. IV. bekkur vann þarna
yfirburðasigur 30:17. í hálfleik var staðan
7:9 fyrir IV. bekk. Lið þetta var áberandi
jafn bezta liðið í mótinu, og er sigurinn
82 MUNINN