Muninn - 01.03.1964, Side 27
fyllilega verðskuldaður. — Liðið skipa þess-
ir menn: Birgir Asgeirsson, Jakob Hafstein,
Kjartan Guðjónsson, Arnar Einarsson og
Björn Hólmgeirsson. Fjögur efstu lið: IV.
bekkur 12 stig, III. a-lið 10 stig, VI. bekk-
ur 8 stig, V. 6 stig.
Nokkrir piltar héðan úr M. A. hafa sótt
æfingar í frjálsum íþróttum í íþróttahúsi
bæjarins í vetur. 22. janúar var haldið þar
innanhússmót í langstökki. Þar átti M. A.
3 fyrstu menn. Sigurvegari var Guðmund-
ur Pétursson, stökk 3.10 m, annar Reynir
Unnsteinsson 3.06 m, þriðji Bárður Guð-
mundsson 3.01 m. Þann 29. janúar var svo
keppt í hástökki og þrístökki. Þar sigraði
Kjartan glæsilega, stökk 1.86 m, Bárður
Guðmundsson varð annar með 1.76 m,
Haukur Ingibergsson þriðji með 1.72 m.
Bárður sigraði í þrístökki, stökk 9.03 m. Þá
er vert að geta þess, að þeir Guðmundur
Pétursson og Reynir Unnsteinsson fóru
suður á land fyrir skömmu. Guðmundur
á drengjameistaramót, en Reynir á ungl-
ingameistaramót í frjálsum íþrótum. Þeir
stóðu sig báðir með prýði. Guðmundur
varð drengjameistari í langstökki, stökk
3.02 m, en Reynir varð no. 2 í hástökki,
langstökki og þrístökki. Segir ekki meir af
íþróttum.
St. Þ.
— LausavtsnaJjáttur
Framhald af bls. 81.
Nú er hreyft við æði viðkvæmu máli, og
Ingi Sigurðsson kveður:
Ef þú okkur færir frí í fyrsta tíma,
myndu allir gxáta af gleði.
Gaman væri, ef það skeði.
En skólameistari er ekki tilleiðanlegur:
Eitthvað skilið áttu fyrir óðinn sæta,
en ekki vil ég ykkur græta.
Kemur þá urghljóð í hornið:
Kennaranna kyndugt lið
kvaðir á oss setur.
Víst má telja vonlítið
það viti oss nokkuð betur.
Er nú fríið sótt af kappi, og fer svo að
lokum, að skólameistari gefst upp fyrir of-
ureflinu:
Hættið nú að mjálma og mala.
Mér er ekki um að gefa frí.
En það er ekki um það að tala.
Þið hafið unnið fyrir því.
Gífurleg fagnaðarlæti nemenda kæfa nær
því rödd Friðriks, er hann kveður að lok-
um:
Hagyrðinga hitti ég slynga
hýru á þingi hér.
Lifnar kynngi Laugvetninga,
ljóðin syngjum vér.
Ekki verður meira kveðið að sinni.
M U N I N N
Útgefandi: Málfundafélagið
Huginn
Ritstjóri:
Friðrik Guðni Þórleifsson
Ritnefnd:
Bergþóra Gísladóttir
Páll Skúlason
Gunnar Stefánsson
Bjöm Þórleifsson
Auglýsingar:
Jóhannes Pálmason
Ábyrgðamaður:
Friðrik Þorvaldsson
Prentverk Odds Bjömssonar hf.
MUNINN 83