Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1965, Blaðsíða 5

Muninn - 01.03.1965, Blaðsíða 5
er vandamál, sem krefst skjótra úrbóta, svo að til einhverra ráða verður að grípa. Það má og telja fullvíst, að skólafyrirkomulagið eins og jrað er, fæli þá frá sér, sem áhuga og hæfileika hafa til þess að verða nýtustu mennirnir á þeim vettvangi. Það stafar litlum ljóma af menningu okkar í dag. Til þess að sjá það þarf enga „reiða unga menn.“ Dáðleysi gefur hvarvetna að líta, nema hvað mönnum er annt urn að skara eld að sinni köku. Smekkleysi og óhóf er á öllum sköpuðum hlutum, bruðl á þjóðartekjunum og ósamlyndi ráða- rnanna. Þetta mun mörgum eflaust þykja nokkuð harðar fullyrðingar. Auð- relt er að koma með andstæðar skoðanir, en sá leggst æði lágt, sem vill sætta sig við málin, eins og þau horfa við nú. Það vex enginn á því að gylla örðugleikana og vandamálin fyrir sér. Þegar maðurinn hættir að reyna að bæta umhverfi sitt, er hann hættur að þroskast, og hans bíður ekkert nema hnignun. Sama gildir um allar ráðstafanir og skipulög. Þegar þau eru úr sér gengin og að rnestu hætt að hafa þroskandi og bætandi áhrif miðað við það, sem þau gerðu fyrst í stað, þá bíður þeirra ekkert nema hnignunin og tjónið, sem þau valda. Þetta hefur nú komið fyrir menntaskólakerfið, er það almennt viðurkennt. En það verða engar breytingar gerðar til batnaðar, án þess að við gerum okkur fullkomlega grein fyrir, hvar við stöndum, hvað á skortir o. s. frv. Hugtakið menntun er ekki sama eðlis og áður. í alda- hvörfum breyttra lífsskilyrða hljóta hugtökin einnig að vera endurskoðuð. Og því fer fjarri, að við höfum enn gert okkur næga grein fyrir, hvers eðlis sú menntun og menning á að vera, sem við kjósum framtíðinni til handa. Ef við lítum lauslega á skipulag menntaskólanna, sjáum við, að íslenzka er sú námsgrein, sem hefur hvað mest menntandi og þroskandi gildi. Mann- kynssaga og náttúrufræði eru hvort tveggja menntandi í sjálfu sér, en að- ferðin við kennsluna getur vart talist menntandi. Stærðfræði, eðlis- og efna- fræði eru á sinn hátt menntandi og nauðsynlegar, en nægja alls ekki til þess að gefa þá menntun, sem er mest virði: að maðurinn læri að þekkja sjálfan sig, meta hluti og aðstæður frá víðsýnum sjónarhóli og starfa hvorki eftir gefnum formúlum né tilviljanakenndum áhrifum. Hrafl í 5 erlendum tungu- málum hefur fjarska lítið menntandi gildi, nema til korni hæfileiki og vilji kennarans til þess að fræða nemendur sína um bókmenntir og menningu viðkomandi þjóðar. Slíkt er ekki gert nema af einstaka kennara, en áhugi nemenda á náminu í þeirri grein er þá ólíkt meiri en í öðrum. Af þessu má Ijóst vera, að næsta er sniðgengið allt það, sem hverjum hugsandi manni og þeim, sem menntuðum vill kallast, hlýtur að vera huglægast. Mestu varðar, að hlrið sé sem bezt að jreim andlegu verðmætum, er bein- ast að manninum sjálfum og auka á sjálfsþekkingu og sjálfsbjargarviðleitni, sem eru helztu þættir allrar menningar og menntunar. Og í Jressu grípur félagslífið inn á hlutverk skólans. Það eru sorglega mörg dæmi Jress, að þeir, sem leggja einhverja rækt við félagsstarfið og reyna að svala eitthvað áhuga MUNINN 73

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.