Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1965, Blaðsíða 24

Muninn - 01.03.1965, Blaðsíða 24
Treghulögmál andans AF einskærri fróðleiksfýsn og áhuga á að kynna fyrir mönnum einn af yngstu kenn- urum skólans héldu undirritaðir á fund Þóris Sigurðssonar. Birtum við hér hluta af því, er á góma bar í viðræðum við hann. „Þú ert fæddur ísfirðingur, Þórir?“ „Já, og var þar þangað til ég fór hingað í M. A. haustið ’54. Annars hef ég lítt ver- ið þar síðan.“ „Þú tókst mikinn þátt í félagslífinu hér, var ekki svo?“ „Ekki í fyrstu, en einhvern veginn atvik- aðist það svo, að ég var kosinn formaður Hugins, — nú og það kom af sjálfu sér, að ég varð síðan ritstjóri Munins. Kosningar voru um þetta leyti með talsvert öðru sniði en nú er. Stjórnmálaskoðanir réðu. Atök voru milli „vinstri“ og „hægri“ manna. Það gekk jafnvel svo langt, að sumir forkólfar skólalífsins drógu menn í dilka eftir því, hvaða stjórnmálaflokki þeir fylgdu — höfðu skrá yfir alla nemendur og merktu A, F, C eða D við hvern og einn. En þessi háttur féll niður um þetta leyti.“ „Hvað geturðu sagt okkur um félagslíf- ið?“ „Það var svipað og nú. Huginn var aðal- uppistaðan eins og alltaf, en starfsemin tæp lega eins fjörug og nú. Með tilkomu setu- stofunnar er að vísu öll aðstaða betri, en fundarmenning sízt meiri.“ „Hvert hélztu svo að loknu stúdents- prófi?“ „Ég fór næsta haust til Stokkhólms og var þar fimm vetur. Lagði stund á eðlis- fræði, stjörnufræði, stærðfræði og lítilshátt- ar heimspeki." „Og þú kemur hingað sem kennari strax að loknu námi. — Hvernig líka þér skipt- in.“ „Ja, mér finnst ég varla eiga heima í þess- ari virðulegu stétt. Þegar ég kom aftur, fannst mér eins og ég væri að koma aftur eitt sumar og setjast í næsta bekk.“ „Finnst þér þá ekki ýmsu ábótavant hjá skólanum?" „Það hafa margir mér eldri og reyndari menn rætt og ritað um þau mál undanfar- ið, og ég veit varla, hvort orð mín eru á- 92 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.