Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1965, Blaðsíða 4

Muninn - 01.03.1965, Blaðsíða 4
eitthvert valfrelsi á námsgreinum. Einnig hefur verið rætt um, að milli- bekkjapróf verði eitthvað afnumin og einhver heimspekikennsla tekin upp í 6. bekk. Eftirtektarvert er, að nefnd sú, er hefur þessi mál til athugunar, hygg- ur, að litlar eða engar breytingar borgi sig að gera, nema kennslumálunum verði jafnframt breytt bæði ofan og neðan við menntaskólastigið. Þess vegna hlvtur nú að vera stefnt að gjörbreytingu á öllu skólakerfinu. En því miður er takmarkað, hvað hægt er að gera á skömmum tíma, og nú varðar miklu að hafizt verði fljótt handa. Það má örugglega gera margar hagkvæmar breytingar, áður en öllu verður bylt. Væntanleg deildaskipting fær ekki þrifizt hér, nema húsakynni verði stórbætt og aukin, jafnvel þótt nemenda- fjöldi standi í stað. Ríkið hefur í mörg horn að líta með fjárútlát, og æði löng bið getur orðið á, að fé verði lagt út til þess að reisa hér einhverja byggingu, ekki sízt þar sem vestur- og austurhlutar landsins eru farnir að krefjast menntaskóla hjá sér. Vitaskuld kemur að því, að menntaskóla verð- ur að reisa á þessum stöðum, en eflaust væri þjóðinni hollara að búa fyrst að þeim menntaskólum, sem nú eru, svo að viðunandi sé, áður en nýir verða byggðir. Skólamál eru knýjandi og hljóta að sitja í fyrirrúmi á undan mörgu öðru. Þó að þau séu mjög ofarlega á baugi núna, virðast þau samt ganga furðu tregt. En hér verður að fylgja eftir, jafnvel þótt það kosti fórnir. Breytingar verða aldrei sársaukalausar fyrir alla. Nemendur hafa og fullan rétt til þess að leggja hér orð í belg og koma fram með sitt álit, þó að það samræmist e. t. v. ekki algjörlega því, sem hinir eldri hyggja. Mismunurinn á hinum eldri og yngri er ósamræmanlegur. Þess er heldur ekki að vænta, að hinir eldri sjái skólakerfið með okkar augum. En álit og orð hinna eldri mega aldrei verða til þess, að við vogum ekki að setja fram okkar sjónarmið, þvert á móti eiga þau að vera okkur hvatning til þess að hugsa sjálf og draga okkar ályktanir og láta þær í Ijós, þegar okkur finnst þörf. Skólalífið í vetur hefur verið svipað og undanfarin ár. Nemendur ganga nokkurn veginn troðnar brautir, bæði hvað nám og félagslíf snertir. Þó hefur svo við brugðið, að í einstaka greinum hefur fyrirkomulaginu verið hnikað til. Nýir menn hafa komið í skólann með sínar aðferðir. Við allar breytingar þarf að hafa mikla gát. Það gagnar lítið að hverfa frá hinu gamla, nema hafa áður gert sér ljósa grein fyrir, að hverju hið nýja stefnir. í efri bekkjunum eru breytingar enn varasamari, þar sem nemendur eru komnir að lokaprófi og hafa miðað nám sitt við það, sem er, en ekki þær hugsan- legu breytingar, sem geta orðið. í slíkum tilfellum hljóta kröfurnar á hend- ur hinu nýja að vera enn meiri en ella. Kröfur nemenda eru ekki einungis bundnar við nýja kennsluhætti, heldur hitt, að nýjungarnar feli í sér ljósa yfirburði yfir hið gamla. Og ef slíkt á að takast, verður skólinn umfram allt að fá unga menn, sem hafa stundað nám sitt með það fyrir augum að hefja kennslu við menntaskóla. Vissulega er mikill hörgull á kennurum, en þetta 72 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.