Muninn - 01.03.1965, Blaðsíða 30
Orð í tíma skrifuð.
Þær þjóðir, sem teljast menningarþjóðir,
leggja nær allar mikla rækt við tónlist og
álíta hana nauðsyn og styrk sjálfrar menn-
ingarinnar. Þrátt fyrir það heyrast raddir
hér á landi, sem telja, að tónlist sé eins og
hvert annað tómstundagaman. flugmódel-
smíði eða því um líkt.
Leiðtogar ríkisins hafa sömu skoðun á
þeim málum. Þetta styður sú staðreynd, að
hljómplötur og hljóðfæri hafa verið höfð
í sama tollaflokki og ýmis konar „sport-
varningur“.
í skólum landsins er ástandið litlu betra.
Það er ekki dæmalaust, að tónlistarfræðslu
og söngkennslu hafi farið hrakandi á síð-
ustu árum eða hafi jafnvel alveg verið lögð
á hilluna. Því er borið við, að erfitt sé að fá
kennara að skólunum til að taka að sér slíka
fræðslu, og er það eflaust rétt. En með því
höfum við fengið að bragða á þeim súru
ávöxtum þess álits, sem hefur ríkt hjá stór-
um hluta þjóðarinnar í garð tónlistar, en
það álit hefur valdið því, að tónlistarmenn
eru settir skör lægra í kjaramálum en aðrar
stéttir. Þess vegna hafa svo margir upprenn
andi tónlistaleiðtogar horfið til annarra
betur launaðra starfa.
Skilningsleysið blasir hvarvetna við. í
einni virðulegri menntastofnun lét velmet
inn kennari þau orð falla, að tónlistin þurfi
ekki að komast í nánara samband við skól-
ana en hún gerir í takmörkuðum hópi á-
hugamanna.
O
Menning okkar var til skamms tíma mjög
sérstæð. Á ég þar við alþýðumenninguna.
Einhver kynni að láta sér í hug koma, að
fyrst sú menning hafi lifað án öflugs tónlist-
arlífs, jrá sé músikin öldungis óþörf!
En hvers vegna þreifst ekki öflugt tón-
listarlíf með þjóðinni? Á sama tíma sem
þjóðin var kúguð og almenningur þjáðist
af skorti fæðis og klæða, þreifst tónlist með
ágætum í landi drottnaranna, en þeim ráða
mönnum var annað sýnna en að miðla ís-
lendingum af tónlistarþekkingu sinni. Þeir
alþýðusöngvar, sem varðveitzt hafa fram á
þennan dag, eru óræk sönnun þess, að söng-
hneigðin var hér mikil og eflaust meiri
vegna þess, að söngröddin var nær eina
hljóðfærið, sem menn höfðu til tóntúlkun-
ar.
I ljósi þess, að vanmat okkar á æðri tón-
list sé afleiðing bágra kjara og ófrelsis, ætti
okkur nú að vera mikið í mun að hefla til
þennan hrjúfa vankant á menningu vorri,
en það gerist með uppbyggingu grózkulegs
tónlistarlífs. Skólum landsins ætti að vera
búin sú aðstaða, að þeir gætu hafið starfið
og gengið fyrir framkvæmdum. í okkar
skóla er orðin brýn þörf að koma upp full-
komnu hljómplötusafni, sem hefði sama
aðgang að fjárveitingum til aukningar og
endurnýjunar eins og bókasafn skólans.
Einnig væri full ástæða til að bæta söngþjálf
un og hefja kennslu í nótnalestri í öllum
bekkjum skólans.
Sönggleði hér í M.A. er mjög almenn og
því ennþá tilfinnanlegra, hve söngkennslan
er lítil. Ég vona, að fljótlega verði bætt úr
þessari vanrækslu við gyðju tónanna og tón
list verði hafin til vegs og virðingar öllum
til yndis og ánægju.
J. H. Á.
Vaki, vaki, vaskir menn.
Þau eru illa farin forn þrekvirki menntskæl-
inga. Horfinn gamli Útgarður, sem var um
áraraðir táknrænt merki um mátt viljans
og um samtök meðal nemenda í skólanum.
98 MUNINN