Muninn - 01.03.1965, Blaðsíða 15
um hafi með miklum glæsibrag tekizt á
örskömmum tíma að byggja upp þjóðfélag
okkar, þjóðfélag, sem fullnægi flestum
kröfum nútímans, búið þeim lífsgæðum og
munaði, er nútímamaður telji nauðsynlegt.
Þetta er að ýmsu leyti rétt, víst höfum við
á fáum áratugum hafizt úr sárri fátækt til
efnahagslegra bjargálna — og hærra en það.
En er það fullnægjandi? Höfum við tekið
sömu framförum á andlega sviðinu og því
veraldlega?
'Þeirri spurningu vil ég leyfa mér að
svara neitandi, og svo hygg ég, að fleirum
fari, sem reyna að glöggva sig á stöðunni í
menningarlífi á íslandi nútímans. Hin and-
legu verðmæti hafa um of gleymzt í öllu
því kapphlaupi og óðagoti, sem vaxandi
efnishyggja og tilbeiðsla hverskyns hégóma
hefur í för með sér.
íslendingar berja sér stundum á brjóst
og lýsa því yfir, að þeir séu ein rnesta bók-
menntaþjóð heims. Vissulega höfum við
eignazt margt fagurra meiða í garði skáld-
skaparins, allt frá Snorra Sturlusyni til
Halldórs Laxness. En er unnt að segja, að
bókmenntaáhugi meðal íslenzks almenn-
ings sé mikill? — Því miður verðum við að
horfast í augu við þá staðreynd, að hann er
sáralítill og sízt af öllu almennur. Þetta eru
váleg tíðindi um hina rótgrónu bók-
menntaþjóð og gefa ekki vísbendingu um
að vænta megi mikilla andlegra afreka.
Nú kunna menn að spyrja: „En hvað
kemur Jretta blaðaútgáfu í menntaskóla
við?“ Því vil ég svara með því að vísa til
Jress, er ég sagði hér að framan. Skólalíf
hlýtur að vera spegilmynd þjóðlífs. Er við
höfum gert okkur grein fyrir því andlega
sinnuleysi og tildursdekri, sem tröllríður
þjóðfélaginu, getum við ekki af sanngirni
vænzt, að nemendur í skólum þess sýni ýkja
mikinn áhuga, enda hefur reynslan sýnt,
að svo er ekki.
Ástæðulaust er að fara mörgum orðum
um áhugaleysi nemenda fyrir félagsmálum
skólans. Um það hefur verið fárazt svo
lengi sem munað verður, og er augljóst, að
hvatningarræður koma ekki að haldi. Auð-
vitað vilja allir, sem að félagsmálum innan
skólans starfa, að reisn starfseminnar sé sem
allra mest. En hvað er Jrá til úrbóta?
Breytingin þarf að koma að innan. Skól-
arnir geta hæglega ýtt undir þetta að mínu
áliti, ef vilji er fyrir hendi. Oft hefur
skólunum verið lesinn pistillinn um
það, hversu þeir hafi brugðizt hlutverki
sínu og svikizt undan merkjum. Því fer
fjarri, að ég vilji taka undir þann leiðinda-
söng. Hins vegar munu flestir vera sam-
mála um, að sjaldan verður nógsamlega
lögð áherzla á, að móðurmálskennsla sé
eins góð og framast er kostur, ekki sízt bók-
menntakennsla. Með því að glæða áhuga
nemendanna fyrir fögrum bókmenntum og
efla ást þeirra og virðingu á íslenzkri tungu,
geta skólarnir lagt mikilvægt lóð á vogar-
skálina í því skyni að auka almennan áhuga
fyrir tungunni og öllum hennar dásemdum
og jafnframt að örva tilhneigingu til sjálf-
stæðrar sköpunar á því sviði.
Þá kemur skólablaðið að haldi, því að
það er aðeins tæki nemenda, miðill hugs-
ana þeirra og áhugamála. Gildi sitt fær það
aðeins af því, hversu hugur þeirra svífur
hátt, það er einungis undir þeim komið,
hvort unnt er að kalla skólablaðið gott eða
miður gott.
Þess vegna skulum við aðeins gera okkar
bezta og bíða síðan átekta. Ef til vill má
segja, að staða Jrjóðarinnar í andlegum
efnum sé keimlík því, þegar Fjölnismenn
hófu endurreisnarstarf sitt fyrir hundrað
og þrjátíu árum. Sá er þó munurinn, að þá
voru íslendingar kúgaðir, snauðir og lítils
megandi, en nú búum við í velferðarríki,
sem getur veitt þegnum sínum flest það,
sem nútíminn býður bezt. Þó er ekki enn
séð, hvort sá jarðvegur, sem þjóðfélagsbákn
nútímans fær næringu sína úr, er nokkru
frjórri en hins veikburða Jrjóðfélags
nítjándu aldar, þegar Fjölnismenn og sam-
herjar Jreirra hófu upp rödd sína.
MUNINN 83