Muninn - 01.03.1965, Blaðsíða 23
beita þeim á tónaraðir nútíðarinnar.
Kontrapunktískar aðferðir byggja verkið
upp af mörgum sjálfstæðum röddum, en
gera hljómasamböndum lítil skil, svo að
sjónarmið þeirra gátu vel samrýmzt hug-
myndum 20. aldar.
Eitt af því, sem reynt var eftir aldamót,
var að leika í tveimur eða fleiri tóntegund-
um samtímis (polytonality). Það var eigin-
lega síðasta tilraunin til að halda í gömlu
dúrana og mollana. En Béla Bartók og Igor
Stravinsky báru fram um 1920 nýjan þátt,
þar sem var hið óreglulega hljóðfall. Tón-
verk þeirra höfðu mikil áhrif, og nýbreytni
þeirra var að sumu leyti mildari en hjá
serialistum.
Hindemith er aðalfrömuður nýklassíkur-
innar. Munurinn á kontrapunkti hans og
þeim, sem Bach og fyrirrennarar hans feng-
ust við, var, að hinn nýi kontrapunktur var
mjög ómstríður, notaði mest tónbil, sem
litin voru hornauga í gamla daga. Eyrað
var nú orðið þjálfað til að aðgreina tóna,
sem hefðu líklega hljómað sem brothljóð í
eyrum gömlu mannanna.
Mörg tónskáld nútímans gera tilraunir
með tóna, sem falla utan tónaraðar okkar;
eins konar millitóna, fjórðungstónbil og
þess háttar. Það er auðvitað ljóst, að slíkt
er ekki hægt að leika á hljóðfæri með fast
nótnaborð, eins óg t. d. píanó. En fiðlur og
blásturshljóðfæri geta náð þessum tónum,
ef tónlistarmaðurinn hefur eyra fyrir þeim.
Og þar kemur upp knýjandi vandamál.
Tónskáldin gera meiri kröfur til flytjenda
en nokkru sinni fyrr. Alls konar útreiknað-
ar tónhæðir og -lengdir reynast flytjendum
oftlega fótakefli. En auðvitað þroskast
flytjandinn smám saman, og vera má, að
jrað þyki barnaleikur eftir 100 ár, sem nú
er ofkrafið.
A síðari árum hefur tónlistinni bætzt ýmis
ný hljóðfæri eða hljóðgjafar, sem knúnir
eru rafmagni. Það hefur aukið möguleika
tónskáldanna og opnað nýjum aðferðum
leið. Hin alræmda elektróniska tónlist not-
ar rafeindaútbúnað sem tóngjafa og hefur
ótæmandi möguleika á mótun tónsins, bæði
að hljómblæ, hæð, styrk og lengd. En ókost-
ur hennar er náttúrulega hin umfangs-
miklu tæki, sem til flutningsins Jrarf. Kost-
ur er hinsvegar, að henni má útvarpa milli-
liðalaust. Tónhæðir í elektróniskri tónlist
eru ekki miðaðar við gamla tónakerfið, en
gjarna gefnar upp með tíðni sveiflanna.
Kunnasta tónskáld elektróníkurinnar er
Þjóðverjinn Stockhausen.
Annað nútímafyrirbæri er Musique con-
créte, sem mest er iðkuð í París. Tónskáld-
in taka tónlist leikna af hljóðfærum upp á
segulband og nota það sem hráefni í tón-
smíðarnar. Þeir leika bandið með mismun-
andi hraða, aftur á bak, áfram eða viðsnúið.
Þeir blanda saman upptökum og gera ýms-
ar fleiri kúnstir og taka jDetta á endanum
upp sem fullunna tónsmíð. Það má segja
Jtessari stefnu til hróss, að hún hefur úti-
lokað vandamálið með samstarf tónskálds
og flytjanda, Jrar eð flutningurinn er aðeins
í því fólginn að leika segulbandið .
Eg hef nú stiklað á stóru, drepið á margt
og auðvitað sleppt öðru, sem gaman hefði
verið að taka með. En bæði er það, að öll
þau atriði og aðstæður, sem koma við sögu
listanna og móta Jrær, væru efni í þykkar
bækur, og vandasamt er að skrifa um nútíð-
ina svo vel sé, sakir þess hversu allt er í
deiglunni og mjög óvíst, hvað reynist þyngst
á metunum, er fram í sækir. Svo að ée læt
hér staðar numið og vona, að einhver hafi
hafi haft gaman eða gagn af lestrinum.
Jóhannes Örn Vigfússon.
Efnafræði í III. c. Helgi Hall.: „Þið kann-
izt við áfengislyktina, er það ekki? Þið haf-
ið fundið hana á KEA.“
Náttúrufræði í VI. sa. Steindór: „Hvort
heldur þú nú, Friðrik, að algengara sé að
gefa börnum brjóst eða pela? Hvort ert þú
heldur brjóst- eða pelabarn?" Friðrik: „Ja,
ég er að minnsta kosti ekki pelabarn.“
MUNINN 91