Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1965, Blaðsíða 28

Muninn - 01.03.1965, Blaðsíða 28
sníkjudýr, þá var Plúton helvítis þjófur og ekkert annað. Eina nóttina hafði Eudore tapað fimm af andarungunum sínum, og þá hafði hann kallað yfir girðinguna til Saint-Pé, að í næsta skipti myndi hann örugglega skjóta hundkvikindið. Við þessari ógnun hafði Saint-Pé yppt beinaberu öxlunum, og Plúton hafði farið aftur inn í húsið sakleysislegri og hlýðnari en nokkru sinni fyrr. „Eudore er vondur maður“, trúði Saint- Pé mér fyrir morguninn eftir .Og satt að segja virtist Plúton vesaldarlegri en áður, þrátt fyrir andarungana hans Eudore. II. Einn þriðjudaginn, á þeim árstíma þegar maísnum er sáð, kom Saint-Pé ekki, og á fimmtudaginn saknaði ég hans aftur. Þess- vegna gekk ég upp að kofanum hans um sólsetrið, þegar ég hafði lokið vinnunni, og velti fyrir mér, hvað hefði getað gerzt. Dyrnar voru opnar; á borðinu var brauð- biti, en Saint-Pé var hvergi sjáanlegur. Þá heyrði ég urg í reku.------- Saint-Pé var á bak við húsið að grafa. Hann lagði frá sér rekuna og gekk þyngslalega inn til mín. Svo fór hann að segja mér sína sorgarsögu, hann væri aumk- unarverður, hann væri fátækur, lífið væri erfitt, hann hefði engan, sem liti eftir sér, og hann leitaði hjálpar hjá góðum, kærleiks rikum mönnum, þar sem hann væri orðinn svo gamall. „Og nú,“ sagði hann að síðustu, „nú er hundurinn minn, hann Plúton gamli, eini hluturinn sem algóður Guð hef- ur eftirlátið mér, hundurinn minn, — minn hundur dáinn“. Hann fór með mig bak við húsið og tók upp stagbætt brekán, en undir því lágu leifarnar af Plúton gamla, og skott- ið á honurn var teygt aftur stíft og tígurlegt, en þannig hafði ég aldrei séð það, meðan hann var á lífi. —------„Og núna“, sagði Saint-Pé hreykinn og benti á hálfgrafna gröfina, „núna vinn ég, herra minn“. Og enn einu sinni sagði hann mér píslarsögu sína og endaði á því að sárbæna allt gott fólk um að hjálpa sér. Ég spurði hann, hvernig þetta hefði viljað til. Hann hnykkti til höfðinu í áttina að girðingunni, sem skildi milli hans og Eudore. „Það var í morgun um sólarupprás. Skot------paf!“ Og hann hafði í frammi tilburði svipaða því, og þegar skotið er úr byssu). „Ekki var það nú nema ein, sem hann tók, bara ein andarskömm. Aðeins ein. És: fullvissa þig um, herra minn, að hann hafði ekki haft tíma til að taka nema eina.“ Og í þriðja skipti endurtók hann sorgarsögu sína. Eudore kom út úr húsinu sínu. Þegar hann sá okkur, gekk hann að girðingunni og gægðist inn fyrir. Saint-Pé fór strax að grafa aftur. Eudore stóð þögull í nokkrar mínútur, svo sagði hann lágt og hálfpartinn við sjálfan sig: „Það var skömm að því að láta hundræfilinn lifa svona hungraðan, eins og hann var alltaf." Svo sneri hann sér að Saint-Pé og sagði hlýlega: „Hvíldu þig, ég ætla að grafa." Hann tróð sér í gegnum gat á girðingunni, tók rekuna og byrjaði gröftinn. Þegar hann var búinn, tók Saint-Pé jarðneskar leifar Plútons og lét þær gætilega ofan í gröfina, því næst ruddi hann moldinni yfir með klunnalegum tréklossunum. Gaines þýddi. Hubert Crackanthorpe fæddist árið 1870. Hann var af góðum ættum og hlaut gott uppeldi. Eftir að bók hans „Sentimental Studies" kom út, 1895, þótti hann meðal efnilegustu rithöfunda, sem skrifuðu á enska tungu. Heimurinn naut þó ekki lengi hæfileika lians, því að árið eftir, 1896, deyr hann skyndilega, aðeins 26 ára að aldri. „Sentimental Studies“ gerist í Frakklandi. Sagan „Saint-Pé,“ sem hér birtist, er úr þeirri bók. Stríðið, sem talað er um, er styrjöldin milli Frakka og Þjóðverja 1870—’71. — Þýð. 96 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.