Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1965, Blaðsíða 16

Muninn - 01.03.1965, Blaðsíða 16
HIÐ GLEYMDA ORÐ KRISTS Á KROSSINUM Öllu er lokið, ég ætlaði að frelsa heiminn, en enginn skildi kærleikans gullnu rök, sem gefa okkur fyrirheitið um frið, framtíð miklu bjartari en áður. Enginn skildi, og illvirkjans varð mín sök. Af yfirvöldum dæmdur að lýðsins vild. Krýndur þymikórónu sannleikans, krossfestur þeirra vegna, er síðar koma. Um miskunn bið ég ekki, aðeins hugsun. Að fólkið megi heyra mína rödd. Lifa í sátt. Láta kærleikann stjóma. — Lögmál guðs í verkum sínum halda. — fyrirgef þeim, þeir vita ekki, hvað þeir gera. ká há ÉG BÍÐ EFTIR VORI Ég bíð eftir vori að brosi sólin aftur á vorbjörtum vonarhimni. Að brátt verði styrjaldir vafðar reifum friðar um vorhuga jörð. ká há 84 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.