Muninn - 01.03.1965, Blaðsíða 11
Einar Haraldsson, Helga Jónsdóttir, Arnar Einarsson, Margrét Sigtryggsdóttir, Birgir Ásgeirsson.
úð, en skortin innlifun og verður a£ þeim
sökum ekki nógu raunveruleg. Birgir Ás-
geirsson — Karl Hólm stúdent — sýndi góð-
an leik. Hlutverk hans er ekki ýkja erfitt,
en hann skilaði þvi þeim mun betur. Svip-
að er að segja um Einar Haraldsson í hlut-
verki Péturs Steinstrups bakara. Hann var
o£t skemmtilega vandræðalegur og komst
þokkalega £rá hlutverki sínu.
Flutningur leiksins í heild var þó ekki
eins góður og efni stóðu til, þótt engin telj-
andi afglöp væru gerð. Finnst mér, að þetta
fólk gæti náð betri samleik, því að innan
þessa litla hóps eru að mínu áliti efnilegir
leikarar. Leiksviðið var leiðinlegt, jafnvel
ósmekklegt.
í lok sýningar þakkaði Sigurður Guð-
mundsson fyrir hönd Leikfélagsins öllum
þeim, er á einhvern hátt höfðu stuðlað að
þessari skemmtun. Nefndi hann helzt til þá
Harald Björnsson leikstjóra, Þórarin skóla-
meistara og Árna Kristjánsson kennara, en
stuðningur þeirra við félagið væri ómetan-
legur. Skemmtuninni lauk svo með því, að
allir risu úr sætum og sungu skólasönginn.
Þá vil ég að endingu geta þess, að ég hef
reynt eftir beztu samvizku að láta í ljós álit
mitt á meðferð þess skemmtiefnis, er LMA
bauð upp á í þetta sinn. Þótti mér töluverð-
ur vandi á höndum, ekki sízt vegna hinnar
samsettu dagskrár, er nú var höfð í fyrsta
sinn. Hér er að sjálfsögðu einvörðungu um
tilfinningalegt mat mitt að ræða, því ég hef
enga bóklega þekkingu eða tilsögn á þeirn
sviðum, er um ræðir. Hefði verið nær að
láta lærða menn um fjalla, hvern á sínu
sviði. Lesendur verð ég því að biðja að taka
viljann fyrir verkið og óska að síðustu LMA
velfarnaðar á komandi árum og vona, að
starf þess megi halda áfram að blómgast við
stjórn dugandi manna. ká há
(Ögmundur Helgason).
Systurnar Valgerður og Ólöf Benediktsdætur.
MUNINN 79