Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1965, Blaðsíða 32

Muninn - 01.03.1965, Blaðsíða 32
endunum sjálfum. Áróðursménnrinir hafa komizt að raun um, að við erum mótæki- legir fyrir hverskonar hneykslissögum og rógburði. Einnig hefur þeim reynzt auðvelt að æsa menn upp í það að kjósa ekki þenn- an eða hinn vegna stjórnmálaskoðana. En það eru tveir ólíkir hlutir sem ekki má blanda saman. Annars vegar stjórnmálaskoð anir. Hins vegar hæfni og dugnaður. Hver maður ætti að sjá, að menn greinir ekki á í stjórnmálum eingöngu vegna mismunandi gáfnafars. Ef við lítum á málið af hrein- skilni og óhlutdrægni, hljótum við að viður kenna, að þar þarf að breyta ýmsu í þessum málum. Hefja þarf kosningarnar (og allt sem þeirn fylgir) upp á æðra svið. Afmá lág- kúruna. En þetta gerist ekki, nema allir hafi einlægan vilja til úrbóta. F.g ætla mér ekki þá bjartsýni að halda, að þessi litli pistill bindi endi á öll vandkvæðin í snar- hasti. En ef einhverjir skyldu vakna til um- hugsunar og finna hjá sér hvöt til aðgerða, þá er hvorki pappír né bleki til einskis eytt. ess ká MANSÖNGUR iÞú ert drottning drauma minna, dýra, kæra mey. Þig á kvöldin kýs ég finna, kvöld þau gleymast ei. Þú ert öllu fögru fegri, fersk sem áfeng vín. Drottning öðrum dásamlegri draumarósin mín. Þér ég bljúgur lýt í lotning, líf mitt helgast þér. Spaðadrottning, spaðadrottning! Spila kærust mér. Spilafífl. Enn hefur lausavísnaþátt. Eins og mönnum mun kunnugt, heldur Mun- inn árlega veizlu, og er þangað boðið öllum ljóð- elskum mönnum, sem ferskeytlur yrkja. Vana- lega hefur át þetta farið fram á Hótel KEA, en nú var það haldið að Hótel Varðborg, aðallega vegna hótana Pálma um að segja sig úr ritnefnd. Pálmi er eins og menn vita mikill áhugamaður um bindindi. Ekki virtust menn andríkir til að byrja með, og var því afráðið að kaupa vindla og veita þeim, er fyrstur kæmi með vísu. Brá Jóhannes inspector þá hart við að kvað: Gef mér vindil góði minn, gef mér skáldalaunin, svælast skal nú svartnaglinn, svo þú finnir dauninn. Hjálmar vildi meir andríki og kvenlegt orða- val: Fljóðin nýt á atómöld ei til lýta mögur, skreyta bítil brjóstahöld bæði hvít og fögur. En meðan á þessu stóð, áttu þeir Haraldur og Pálmi í geysilegu orðaskaki um það, hvort væri meira skáld. Hældi Pálmi svo sjálfum sér, að helzt mátti halda, að þar væri sálmaskáldið endurborið. Þá gafst Blöndal upp. Litlu síðar fékk Pálmi miða og var áritað: Upp upp mín grein og gullið lauf gulvíðir ungur, lífs míns brauð. Megir þú dafna mjaðarjurt mæli ég sálm af pí og kurt. Vildi ég líta landið mitt laufviði skrýtt, svo allir hitt geti í friði gert af lyst glóhærða stúlku unga kysst. Reikað hef ég um holt og mó heilagur jesúm yfir fló, Horfði hann yfir öll mín tré ei vildi gista á jörðunne. Var þetta borið upp á Pálma, þar eð hann er skógræktarmaður, en hann neitaði með offorsi: 100 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.