Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1965, Blaðsíða 34

Muninn - 01.03.1965, Blaðsíða 34
 Margt hefur gerzt í íþróttamálum innan skólans síðan um áramót. Fyrst ber að geta ferð körfuknattleiksmanna suður á land og heimsókn sunnan-manna. Blakmóti skólans er lokið og handknattleiksmót hafið. Um suðurferð körfuknattleiksmanna og heim- sókn sunnanmanna verður getið síðar, og segir fyrst af blakmótinu. Blakmót skólans hófst strax að loknu jóla fríi með keppni í fyrri riðli, en þar kepptu 3. og 4. bekkur. Sigurvegari varð 3. bekkur E, og keppti hann í síðari riðli. Blakmótinu lauk svo 20. febrúar með úrslitaleik milli 5. bekkjar m. a liðs og 5. bekkjar s. a liðs. Leiknum lauk með sigri máladeildar, og eru þeir sigurvegarar í þessu móti, unnu alls 22 hrinur. í öðru sæti var stærðfræðideild 5. bekkjar, vann alls 20 hrinur, og í þriðja sæti 6. bekkur s. Lið 5. bekkjar m. var skip- að þessum mönnum: í framlínu voru Kjart- an Guðjónsson, Ingi Tómas Björnsson og Arnar Einarsson, í afturlínu voru þeir Hösk uldur Þráinsson, Karl Helgason og Gunn- ar Gunnarsson. Um einstaka liðsmenn er það að segja, að Kjartan er aðal-driffjöðrin. Bæði vegna hæðar og krafta er erfitt að verja bolta frá honum, og gerði hann flest þau stig, sem gerð voru af því liði. Ingi Tómas hefur gott vald yfir boltanum, og eru flestar hans sendingar góðar og nákvæmar. Liðið í heild er ekki nógu vel samstillt og samspil og fyrirgjafir ekki nógu góðar, en það myndi koma með æfingu. Mikill bar- áttuvilji var meðal leikmanna, og eru þeir því vel að sigrinum komnir. Lið 5. bekkjar s. var samstilltara, og var oft skemmtilegt samspil milli leikmanna. Sérstaklega vil ég geta afturlínunnar, sem sýndi oft góð til- þrif til varnar. Nú stendur yfir handknattleiksmót, en það er það skammt á veg komið, að ekki er gott að spá fyrir um úrslit, þó er lið 5. bekkj ar líklegast til sigurs. Á næstunni hefst keppni í badminton. Keppt verður um farandbikar, sem aðeins einu sinni hefur verið keppt um áður, fær sigurvegari nafn sittgrafið á bikarinn. Blak- mót kvenna hefst einnig á næstunni, og vildi ég benda væntanlegum keppnisliðum á, að æft er í leikfimihúsinu á miðvikudög- um frá 7,30 til 8,30 með tilsögn Páls Bergs- sonar. B. G. - Viðvatnið (Framhald af bls. 97). Stúlkan er þögnuð. Ég sé á svip hennar, að hún hefur spurt mig að einhverju, en ég tók ekki eftir, hvað það var. ,,Heyrðu,“ segi ég. „Segðu bara engum, að ég hafi veitt silunginn." Hún fellst á þetta og er nú búin að gleyma, að hverju hún spurði, og mér er aftur orðið sama, þótt hún sé stelpa. S. Saga í VI. sb. Aðalsteinn: „Stéttaþingið kom saman á blaðsíðu 86 í París.“ Latína í V. b. Hákon Loftsson: „Hvað þýð- ir sögnin oro, Ólafur? Ólafur: (þegir). Há- kon: „Þú átt að gera það á hverju kvöldi áður en þú ferð að sofa. Guðm. Kr.: (hvísl- ar) „Bursta í sér tennurnar." Stærðfræði í IV mb. Þórir: „í raun og veru starfar hugur stærðfræðingsins alltaf, jafn- vel þegar hann sefur.“ Ragnar: „Er það ekki martröð?" 102 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.