Muninn - 01.03.1965, Blaðsíða 25
heyrnarverð .En vissulega tel ég, að margt
rnætti betur £ara.“
„Vildirðu ekki segja okkur eitthvað um
það?“
„í umræðum tala flestir um að bylta
„kerfinu,“ sem sé orðið úrelt og afleitt. Víst
þarf að gjörbreyta ýmsu og skipuleggja
öðruvísi, en nýtt kerfi verður ekki mikil
framför, ef stofnunin er ekki lífguð um
leið. Það er innra starfið, sem jryrfti fyrst
og fremst að ganga betur. Þetta gæti gerzt
nú þegar án allra reglugerðarbreytinga, því
skólinn hefur mjög frjálsar hendur í starfs-
aðferðum. Það er ekkert hættulegra fyrir
skóla heldur en að staðna í gömlum hátt-
um og venjum. Slíkri stöðnun mætti líkja
við tregðulögmál eðlisfræðinnar og nefna
tregðulögmál andans. Það þarf alltaf stöðug
átök og nýjan kraft til þess að víkja af
braut vanans. Ef einhverju á að breyta,
verður skólinn allur að standa á bak við
þær breytingar og gefa kennurum sínum
kost á að kynna sér sem bezt, hvað hag-
kvæmast sé í því sambandi, af því að hætt
er við, að tilraunir einstakra kennara til
þess að troða ókunnar slóðir veki einungis
tortryggni nemenda og takist síður en
skyldi. Vitað er, að nýjungum sumra kenn-
ara hefur í vetur verið tekið fálega.“
„Telurðu áhuga nemenda fyrir náminu
minni nú en áður?“
„Samanburður er erfiður, en mér virðast
margir nemendur vera sinnulausir um nám
sitt. Námsefnið er illa íhugað, gleymist
fljótt. Námsgrein er sjaldan áhugamál í
tómstundum. Líklega er kennslan daufleg."
„Hvaða ástæður vilt þú telja fyrir þessu?“
„Nefna mætti sundurliðun námsefnisins.
Það er kennd ein stund á dag í hverri grein
og nemendur eru stöðugt að opna og loka
námsbókum og eru ekki fyrr búnir að
sökkva sér niður í eina grein en önnur tek-
ur við. Það mætti vel hugsa sér að hagræða
stundaskránni þannig, að sama grein yrði
kennd meir eina viku en aðra, eða tvær
stundir samfleytt, — jafnvel heilan dag.
Sömuleiðis er yfirheyrsluaðferðin jafn
þreytandi fyrir nemendur sem kennara.
Skipa mætti öðruvísi í bekki. Hafa ýmist
fleiri í fyrirlestrum eða færri í æfingum,
MUNINN 93