Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1965, Blaðsíða 33

Muninn - 01.03.1965, Blaðsíða 33
Lausavísnaþáttur Styrkan hefur anda enn af því njóta góðir menn Um mig sálma ákafur yrkir séra Haraldur. Og áfram og fer að ljúga: Tóbaks neytir, teigar öl tælir marga kvon Allra geira áma böl eykur Lárusson. Haraldur svaraði að bragði: Sálma aldrei semur hann sem að ekki er von, enda lítið kveða kann kauðinn Frímannsson. Og færist allur í aukana: Ekki drekkur ýtur neitt yrkir líkt og Hjálmar elskar trén svo ofurheitt, að ætti að heita Pálmar. Við þessi orð trylltist Hjálmar, beit í bollann sinn og heimtaði skaðabætur vegna atvinnurógs; lét hann fylgja: Hans er gáfa heldur treg, hans er lítill andi. Yrkir Ijóðin ótótleg íþróttanna fjandi. Kemur ægilegt fát á Harald, en Hjálmar glotti: Myndast ljóðin mæt á ný minnka varnimar. Halla tómu höfði í hringla kvarnirnar. Við þetta er öll vörn úti hjá, „sálmaskáldinu," en skeyti fljúga að úr öllum áttum: Háfleigur er Haraldur himnaföður lofar andi hans nær alvaldur upp í skýjum klofar. bylur í Jóhannesi, og Hjálmar heldur áfram: Ymsa fýsir auka vísnasafn andans skortur virðist mörgum tálma. Gaman væri að eiga ættarnafn eins og Halli og geta kveðið sálma. Blöndal stynur upp: Heyrist braka og brotna gler brotin fljúga í átt að mér. Grýtti steini Hjálmar hér heldur lítið gáði að sér. Var nú spennan orðin það mikil, að Ögmund- ur fer, en reynir eins og biskupinn, nafni hans, að sjatla málin: Þetta boð við þökkum yður þjónar anda og snilli. Lystugt kaffið ljúft rann niður léttra staka milli. Stilltust menn þá og tóku eftir því, að Ragnar Aðalsteinsson var ekki viðstaddur. Varð Hjálm- ari að orði: Saknar fundur hérna háður hagyrðingsins góða. Nú er misst er naut hann áður náttúran til ljóða. í framhaldi af þessu var farið að tala um mat og þá matareitrunina. Jón Hilmar sagði af miklu mannviti: Matareitrun mjög er ströng, mörg það dæmin sanna. Ærið reyndist lýðnum löng leið til klósettanna. Nú var liðið að kveldi og kræsingar etnar, og Gunnar Frímannsson mælti í lokin: Strengur er brostinn, búin tertan góða borðið er autt og skáldin ungu þegja. Hvort mun nú enginn ætla meir að [segja? er þá ei bezt að slíta þingi ljóða. Ekki verður meira kveðið að sinni. muninn 101

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.