Muninn - 01.03.1965, Blaðsíða 21
tónlist á nýrri öld
Það er ætlun mín með þessum orðum að
reyna að draga fram eða varpa ljósi á nokk-
ur atriði í tónlist okkar tíma. Mér hefur
nefnilega virzt, að furðu margir mennta-
menn hafi dottið af vagninum í tónlistar-
málum áranna eftir aldamót, og er illt til
þess að vita. Það er hverjum menningarvita
skylt að kunna nokkur skil á listum sam-
tíðar sinnar, að fylgjast með. Það væri þó
ósanngirni að áfellast nokkurn, þótt hann
eigi illt með að átta sig, því að sannast sagt
hefur þróunin verið svo ör og breytingarn-
ar svo byltingarkenndar, a. m. k. við fyrstu
sýn (heyrn), að margir hinir alvönu hlust-
enda vita hvorki upp né niður.
Á umbrotatímum sem þessum verðum við
að reyna að gera okkur ljós grundvallar-
atriði tónlistarinnar og líta á verk samtíðar-
mannanna í Ijósi þeirra. Mér er það vitan-
lega ofætlun að gera því efni nokkur tæm-
andi skil, en ég mun reyna að draga fram
nokkur atriði, er orðið gætu til skilnings-
auka.
Tónlistin byggir á hljóðum. Yfirleitt not
ar hún tóna, þ. e. hljóð, þar sem ákveðin
tíðni er ráðandi. Tíðnina greinum við sem
liæð tónsins. Tónarnir eru hafðir misháir,
missterkir og mislangir og eru settir saman
í tónverk eftir reglum, sem eru fagurfræði-
legs eðlis. Tónverkinu er ætlað að snerta
fegurðarskyn áheyrandans, en til þess þarf
það að vera í vissu samræmi við kröfur
hans á því sviði. Kröfurnar eru svo að mjög
miklu leyti háðar ytri aðstæðum og aðlöð-
un. Tónskáldin reyna að finna og full-
komna þessi fegurðarlögmál og mynda úr
þeim kerfi, sem þau vinna við og þróa
áfram í leit að fullkomnun.
Þannig er talað um ýmsar stefnur eða
jafnvel gerðir tónlistar. Hver gerð á sitt vaxt
ar- og blómaskeið, en einnig hnignunar-
skeið. Því að jafnskjótt og tjáningarmögu-
leikar kerfisins eru fullnýttir, leitar tónlist-
in nýrra aðferða, nýrra lögmála. Hún stend-
ur aldrei í stað. En breytingarnar eru mis-
munandi róttækar eftir því, hvort verið er
að þroska kerfi á blómaskeiði eða leita nýrra
tjáningarleiða. Og eðlilega ganga tónskáld-
in á undan áheyrendum á hverjum tíma,
mismunandi lengi að vísu; því að þau
standa í fremstu víglínu og velja leiðina,
sem fjöldinn að lokum þrammar, kannski
eftir langan aðlögunartíma. Ég mun nú
reyna að draga upp meginlínur þess tónlist-
arkerfis, sem við höfum búið við síðustu
aldirnar.
í tónakerfi okkar er hin svonefnda áttund
grundvallareining. Áttund er bilið milli ein
hvers tóns og annars með tvöfalt meiri tíðni.
Henni var upphaflega skipt eftir ákveðnum
reglum í sjö tóna (átta, ef sá efsti er talinn
með ,en hann er byrjun næstu áttundar).
Bilið milli tónanna var ekki jafnt, og komu
því mismunandi tónaraðir fram, eftir því
á hvaða tóni var byrjað. Til þess að
geta leikið ákveðna tónaröð frá hvaða
tóni, sem var, var bætt við fimm
aukatónum, sem komu inn á milli hinna.
Áttundin innihélt nú 12 tóna, sem höfðu
því sem næst jafnt bil á milli sín (hálftóns-
bil). Þetta eru þeir tónar, sem við erum vön-
ust að heyra í dag. Frá því á 17 öld eigum
við tónaraðirnar dúr og moll, sem báðar
telja sjö tóna í áttundinni, en jafna þeim
mismunandi niður (það er mislangt bil á
milli þeirra). Hinir 12 tónar gerðu það
kleift að leika dúr eða moll frá hvaða upp-
hafstóni, sem var. Tónlistin eftir 1700 og
fram undir okkar daga fékkst mjög við sam-
hljóma tónanna, bæði innan ákveðinna
MUNINN 89