Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1965, Blaðsíða 6

Muninn - 01.03.1965, Blaðsíða 6
sínum á öðru en því, sem lærdómurinn býður, verða að meira eða minna ieyti viðskila eða utangarðs við fræðijötuna, kennarana og skólann. Fæstir kennarar hafa nokkurn áhuga á félagsstarfinu, og nemendum er ekki talið það til tekna, þótt þeir leggi sitthvað þar af mörkum. Slíkt öfugstreymi er sízt til þess að hvetja nemendur við nám eða annað. Áhugi nemenda er alltaf mikill fyrir bókmenntun, listum, heimspeki, þjóðfélagsfræði, sálarfræði o. fl. þ. h., en skólinn kemur lítið sem ekkert til móts við þann áhuga. Og það er í þessu tvennu, sinnuleysi skólans gagnvart félagsstarfinu og gagnvart áhuga nemenda á öðrum málum en námið fjallar um, sem stefnt er að því að drepa í dróma vilja og tilhneigingu nemenda til þess að hugsa sjálfstætt og vera færa um að taka heilbrigða afstöðu til málefna og hluta. Það hlýtur að mega án óhemju röskunar á öllu skólakerfinu taka nú þegar upp fræðslu í einhverjum af áðurtöldum greinum (t. d. fyrst þjóð- félagsfræði og listfræði) og auka síðar við eftir efnum og ástæðum. Mennta- skólarnir ættu að kappkosta að gera sem flesta nemendur sína starfandi í félagslífinu, þannig að nemendur kæmu ekki eingöngu í skólann til þess að nerna úr bókum, heldur einnig til að kynnast og starfa á ýmsum menn- ingarlegum sviðum. En slíkt starf yrði fyrst almennt, þegar kennarar legðu rækt við það og námið væri ekki steypt í fast mót, heldur fengi að vaxa og dafna, —frjálst eftir lögmálum þeirrar óskráðu hugsjónar, sem á að ríkja yfir öllu menningarlífi. Lítum nú í átt til rísandi sólar staðráðin í að flytja lífvænleg aldin í skaut framtíðarinnar PÁLL SKÚLASON. 2S$5$$Í$$$$$$$$5$$5$$$$$$$5$$$$5$$5$$$$$$$$5$$5$$$: Ritgeroarsamkeppran Úrslit í ritgerðarsamkeppninni um „Hlutverk blaðaútgáfu í menntaskóla" urðu þau, að fyrstu verðlaun hlaut Pétur Pétursson V. c. og önnur verðlaun Gunnar Stefánsson V. b. Þrír dómenda mæltu með ritgerð Péturs í fyrsta sæti, en Gunnars í annað. Einn dómenda mælti með ritgerð Gunn- ars í fyrsta sæti, en Péturs í annað. Því miður var þátttaka ekki sem skyldi. Aðeins fjórar ritgerðir bárust. Muninn þakkar dómnefnd störf sín og þeim nemend- um, sem til þátttöku urðu. 74 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.