Muninn

Årgang

Muninn - 01.11.1978, Side 3

Muninn - 01.11.1978, Side 3
Foroi'ct Til allra lesenda Munins nær og fjær, í jörðu og á. Her kemur þá fyrsta eintak Munins á þessum vetri út. Aðdáendur blaðsins *verða ef til vill fyrir vonbrigðum með að þetta eintak er ca. helmingi minna en "breiðskífan" sem kom út á vordögum síðastliðnum, en það á þó sínar skýringar, því hið ágæta blað Gambri hefur veitt okkur harða en drengilega sam- keppni og byrgt kút sinn dyggilega fyrir ránfuglum og öðru ill- þýði. Höfum við þó einskis svifist og beitt lúalegustu brögðum til að velta kút þeirra og svelgja innihaldið, en ekki tekist að ná svo miklu sem dreggjunum. Var þá ekki annað til ráða en að beita heiðarlegri samkeppni, og sést hér árangur þeirrar til- raunar. En svo við víkjum að öðru, þá hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að nú fara í hönd kosningar til embætta innan skólafélagsins. - Efist einhver um afstöðu Munins í þeim, er rétt að gera honum ljóst að blaðið er opinbert málgagn Hugins og styður að sjálfsögðu þann lista er stjórn hans valdi. - Það var þó ekki ætlunin að ræða um það, heldur hugsanlega afstöðu þriðjubekkinga. Það er útilokað að þorri þriðjubekk- inga viti ennhver deili á frambjóðendum, önnur en e.t.v. að þekkja þá í sjón. Þriðjubekkingar hefðu þó getað bætt úr þessu með því að mæta á framboðsfundinn og kynna sér viðhorf og stefnur frambjóðenda. Því miður varð þó raunin önnur, mjög fá andlit sáust úr röðum þriðjubekkinga á fundinum. Hvernig fara þeir þá eiginlega að því að mynda sér skoðun um frambjóðendur og ganga að kjörborðinu til að kjósa þá sem þeir telja hæfasta. Það er mér óskiljanlegt. Ég skora því á þriðjubekkinga - og i raunar alla sem eins er ástatt um - að sýna hér eftir meiri áhuga á félagsmálum skólans og reyna að gerast virkir aöilar í félagslífinu. ' Ritstjóri. 3

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.