Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1978, Blaðsíða 13

Muninn - 01.11.1978, Blaðsíða 13
En öll él birtir upp um síöir og daginn eftir var ferð- in aðeins slitróttir minnispunktar í myrkri hins liðna. SÓlin var hátt á lofti og ströndin heillaði, gullin og gljá- andi, en sendin á köflum. Dagarnir tóku nú að gerast hver öðrum líkir, sólbað, Aþena, ströndin, bjór, discó og svefn mynduðu óslitna röð skemmtilegra atvika dag eftir dag. Að ógleymdum þætti hinna fimm fræknu og dularfullu hillunnar gerðist fátt minnisstætt. Þegar Siggi óla vaknaði af 30% svefni sínum hlupu H. Indriða- son & Friends á ströndina. Spurði enginn tíðinda fyrr en heim var komið. Var þá allt um garð gengið, Böðvar fékk skammirnar og skuldina en hinir seku skömmina og ánægjuna. Miðvikudaginn 28/9 var svo farið í siglingu um Eyjahafið. Allir voru með þó lagt væri af stað snemma. Höfðu margir haldið sér edrú kvöldið áður og kom það sumum í koll. Um 10.30 stigum við á land á Egínu. Þar var eins og vanalega boðið upp á fáskrúðugt og túristaþrungiö bæjarlíf með pró- sentulykt og svo eitthvað smávegis af rústum. Ingó forseti varö þar fyrir barðinu á riðuveikum asna sem gerði sér lítið fyrir og skeit á hann. Dýrinu var þó vorkunn því Ingó gerði sig líklegan til að setjast á bak honum fyrir lítið gjald. Þá stigu húfubrautryðjendumir þrír fyrsta skrefið. Skulu þeir einkennast af merki skipstjórans, blárri húfu. Allar hinar eru hér með lýstar fals og eftirlíkingar öfundsjúkra. Eftir brottför var svo kallað í hádegisverð. Reyndist hann dágóður, enda skipaöi þarfasti þjónninn, bjór- inn, ríkulegan sess í borðhaldinu. Næsti áfangastaður var Hydra, ein fegursta og athyglisverðasta eyja Grikkja. Viðkoman var allt of stutt, rétt tími fyrir sundsprett og bjórsopa. Þegar akkeri voru leyst á nýjan leik var stefn- an tekin aftur á Aþenu. Flestir hreiðruðu um sig á dekk- inu, en aörir t.d. björgunarsveitin (Fritz, Gunni, Jóhann og Ingvar), stóðu eina pligt í björgunarbátnum lýtalaust. I.K. hóf stjórnun fjöldasöngs sem hlaut dræmar undirtektir. Gamli togarasjómaðurinn skreið í koju, enda frívakt og lang- þráður svefn framundan. Ekkert gerðist á leiðinni til Póros og enn minna er þangað var komiö. Andaði því margur léttar þegar hlunna húnninn öslaði á ný öldur hins bláa Miðjarðar- hafs x dumbrauðu sólarlaginu. Við heimkomuna var farið beint x búsið, ógleymanleg ferð var að baki og nýr dagur framundan. Þann dag var stúkufrömuðurinn rekinn út úr aka- demíunni fyrir dæmafátt skaup með kenningar Aristótelesar og Platóns. Ölvaðir menn klifu þrítugan hamarinn á Akró- pólis tíl þess eins að sofa í Seifshofinu (verður að taka 13

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.