Muninn

Árgangur

Muninn - 14.12.1988, Blaðsíða 6

Muninn - 14.12.1988, Blaðsíða 6
/ Þátttakan í MORFIS að Laugarvatni. Að morgni þess 18. nóvember lagði hópur fólks af stað frá heimavistinni í tveimur rútum. Ferðinni var heitið að Laugarvatni þar sem etja átti kappi í hinum ýmsu greinum líkamlegra og andlegra íþrótta. Þar á meðal átti að keppa í eigi ómerkari íþrótt en mælskulist, en á Laugarvatni átti að fara fram keppni í ræðukeppni þar sem skólamir myndu mætast í annarri umferð MORFÍS, sem er skammstöfun fyrir mælsku- og rökræðukeppni framhalds- skólaá Islandi,einsogallirvita. Ekki ætluðu samt allir beinustu leið til Laugarvatns, því við vorum þrjú sem ætluðum úr í Reykjavík þar sem við myndum sameinast ræðuliðinu sem hafði flogið suður kvöldið áður. Hrefna ætlaði að hringja suður í Hvalfirði til að láta sækja okkur á Artúnshöfðann. Við áttum að vera liðinu til halds og trausts þar til keppnin myndi hefjast um laugardagskvöldið. Ferðin var tíðindalítil framan af, ef frá er talið þegar við fórum í gegnum Austur-Húnavatnssýslu, en þá var klappað þegar farið var framhjá Torfalæk,heimiliTorfa gjaldkera og líka við Hólabak, heimili Magnúsar formanns. Ég vil hér með nota tækifærið og lýsa yfir óánægju minni með tónlist þá sem spiluð var svo til viðstöðulaustþartilstoppað var í Hvalfirðinum. Þann tíma einokuðu 4. bekkingar kassettutækið og neituðu að spilaannaðen Janis Joplin. Sko, ég hafði ekki heyrt svo ýkja mikið í henni fyrir en fannst það litla sem ég hafði heyrt fram að því í lagi, svona eitt lag í einu með nokkurra mánaða millibili, en Janis Joplin óg ekkert annað, klukkustundum saman, það var sko "too much!" En nóg um það. Næst stoppuðum við í Hvalfirðinum. Þar fengum við í undir- búningsliðinu að vita að við ættum að skipta um rútu, því sú sem við vorum í myndi halda rakleiðis á Laugarvatn, en hin myndi taka á sig krók til Reykjavíkur þar sem allir sem í henni væru myndu skipta um rútu vegna smábilunar í tækjakerfi (kassettutæki). Torfi sagði við okkur að Hrefna væri búin að hringja suður til að láta sækja okkur og allt væri í fína lagi. Við létum fara vel um okkur það sem eftir var, alger- legalausvið uppivöðsluseggina í 4. bekk og Janis Joplin. En síðan var okkur varpað út á Ártúnshöfðanum, og viti menn, þar var bara ekki nokkur sála til að taka á móti okkur. Þar sem við höfðum takmarkaðan áhuga á að labba af stað niðuríbæ, auk þess sem við höfðum ekki hugmynd um hvert við ættum þá að fara, þá biðum við. Ogviðbiðumennumstund. Og við biðum enn lengur. Þegar við höfðum beðið í tuttugu mínútur og ekkert bólaði á bíl til að sækja okkur hringdi ég í móður mína sem á heima í bænum og bað hana að sækja okkur. Hún kom þegar við vorumbúinað bíðaíþijúkortér. En eins og áður sagði þá höfðum við ekki hugmynd um hvert við ættum að fara, en við höfðum ákveðnar grunsemdir um hvar ræðuliðið væri að finna. En við komust að því eftir háðulega ferð og mikla snúninga út um gervallt Stórreykjavíkursvæðið að þær voru allar út í bláinn. Svo að við fórum heim til mömmu (hún er svo mikill öðlingur hún mamma) og þaðan var hringt heim til Unnar (það símanúmer fannst hins vegar með því að hringja norður til Akureyrar) og þar fengum við að vita að enginn vissi hvar ræðuliðið var, en aftur á móti fengum við að vita að Hrefna væri komin til Reykjavíkur! Þá urðum við meira en lítið undrandi því Hrefna átti að hafa farið með hinni rútunni til Laug- arvatns. Þá var hringt til Hrefnu og þá skýrðust málin heldur betur. Það sem gerðist var þetta: Hrefna hringdi aldrei til Reykjavíkur. Meðan hún var Muninn 6

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.