Muninn

Árgangur

Muninn - 14.12.1988, Blaðsíða 7

Muninn - 14.12.1988, Blaðsíða 7
enn inni í skála lögðu báðar rúturnar af stað. Þegar hún tók eftir þvíaðbáðarrúturnarhöfðu farið á undan henni fór hún alveg í kerfi eins og skiljanlegt er og gleymdi símtalinu um leið. I staðinn hljóp hún út á þjóðveginn og lagði af stað suður á puttanum. Hún hafði þó ekki gengið lengi þegar hún fékk farmeð Vottum Jehóva. Föstudagskvöldinu eyddi hver í sínu homi, nema ræðuliðið sem fór á ræðu- keppnina milli Versló og MR. En öllum var tjáð að mæta kl. 10 í húsnæði FUS í Garðabæ. Bjarki Már Karlsson, sem þekktur er fyrir sína margrómuðu stundvísi, var með lykilinn og auðvitað komu hann og Unnur hálftíma of seint, svo að við hin urðum að bíða á götunni á meðan. Síðan var æft fram yfir hádegi, en þá uppgötvuðum við að við vorum að missa af rútunni til Laugar- vatns. Svo það var brunað af stað, flestir náðu í tæka tíð, en Björg og Birgir, sem fóru með Bjarka Má, stöðvuðu rútuna þegar hún var komin langleiðina út úr bænum. Unnur þurfti að fara á fund og kom með dómurunum um kvöldið. Keppnin átti að byija kl. 19.30 en þar sem þau komu ekki fyrr en kl. 20.00 varð að seinka keppninni um klukkutíma. Eins og skarpir lesendur hafa kannski giskað á var Bjarki Már bílstjóri. Svo rann stóra stundin upp. Umræðuefnið: Laugvetn- ingar leggja til að öll ræðukeppni verði lögð niður. Okkar fólk stóð sig allt með stakri prýði, þjarmaði verulega að Laugvetningum án þess að vera nokkru sinni með svívirðingar. Laugvetningarnir voru líka miklu betri en ég átti von á, og þá sérstaklega stuðningsmaðurinn (síðasti ræðumaður). Frummælandi (fyrsti ræðumaður) þeirra gat samt í hvorugri ræðunni haldið sig innan tímamarka, og það var nú gott. Þegar keppni var lokið tók við löng bið, því úrslit voru ekki tilkynnt fyrr en á miðnætti. Þegar þau voru kunngjörð kom það í ljós sem ég hafði óttast. Stuðningsmaðurinn í liði Laugvetninga var allt of góður enda var hann valinn ræðumaður kvöldsins. Og þá var útlitið heldur svart. Ræðumaður kvöldsins Laugvetningur og liðin höfðu virst ákaflega svipuð. Margir voru búnir að gefa upp alla von fyrr um kvöldið en núna var hún meir að segja við það að hverfa hjá bjartsýnismönnum eins og mér. Þess vegna var eins og það yrði sprenging í hátíðasalnum á Laugarvatni þegar það var tilkynnt að sigurlið kvöldsins væri frá Menntaskólanum á Akureyri! Húsið hristist svo mikið vegna fagnaðarlátanna að þeir sem voru á næstu hæð fyrir ofan héldu að Suðurlandsskjálftinn væri skollinn á. Þegar látunum linnti byrjaði dansleikurinn. Hljómsveitin Centaur lék fyrir dansi og flestir skemmtu sér prýðilega. En það er önnur saga. Hjörvar P. 1 - E Þessi grein er mitt Muninn 7

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.