Muninn

Árgangur

Muninn - 14.12.1988, Blaðsíða 21

Muninn - 14.12.1988, Blaðsíða 21
yrði þar á meðal keppenda. Reyndar höfðu félagar Árna haft áhyggjur af að klukkur Laugvetninga væru ekki nógu næmar til að greina tíma hans. En Eldingin var þó eitthvað ekki nógu vel upplögð á úrslita- stundu og hljóp undir ljóshraða. Sprettunnendur gátu þó huggað sig við það að Hulda Ólafs sýndi geysihörku í kvennaflokknum og sigraði sunnangellurnar á skemmtilegan hátt. Síðasta greinvarganga. ÞartókstM.A.- ingum loks að sýna fram á óyggjandi yfirburði sína í fótfimi. Strákarnir gengu fyrst. Tók Óskar þar þegar á mikla rás og náði góðri forystu, svo góðri að Laugvetningur einn sem ómögulega vildi láta í minni pokann, sá að eina leiðin til að ná Óskari var að hlaupa hann uppi. Að sjálfsögðu var kappinn dæmdur úr leik og hlotnaðist okkur því fyrsta og annað sætið því Starri hafði einnig brugðið fyrir sig betri sokknum á leiðinni. Stúlkurnar sýndu svo enn meiri tilþrif og tóku þær María og Hulda sunnanstúlkurnar í nefið við mikinn fögnuð M.A.-inga. Þar með var fyrra degi lokið og útlitið ekki bjart. Seinni dagur- inn byrjaði þó vel og vannst handbolti karla og kvenna og sund karla og kvenna. Einnig reyndu stjórnarmeðlimir skólanna með sér í hinni vansköpuðu íþrótt bandí. Kom þar augljóslega fram, að M.A.- ingar höfðu til að bera mun meiri hreysti og hugdirfsku í þessum mannskæða leik og sigruðu örugglega. Blakið fór þó heldur verr og töpuðu bæði M.A.- strákar og M.A.-stelpur í þeirri viðureign. Mesta niðurlægingin leit þó dagsins ljós í skákinni. í þeirri grein höfum við í M.A. alltaf tekið M.L.-inga ærlega í gegn. En þarna voguðu þeir sér að rúlla okkar mönnum upp. Mun það verða verkefni næsta árs að hakkaLaugvetninga svo í spað í skákinni að þeir beri þess aldrei bætur, hvorki á sál né líkama. En hvar vom skákmenn skólans? Briddsinn skíttapaðist náttúrulega eins og vanalega og ekki fleiri orð um hann að hafa en ástæða er til að tala digur- barkalega um stærðfræði- keppnina. Guðbjörn brást nefnilega ekki frekar en fyrri daginn og kom fram nokkmm hefndum fyrir skákina og saxaði "Laugvetningagreyin" í sig. Borðtennis endaði jafnt því strákarnir töpuðu en stelpurnar sigruðu. Mini-golf tapaðist en okkar fólk sýndi sitt rétta andlit í Olsen-Olsen og ræðumennsku, mætti grimmt til leiks og sigraði í báðum greinum. Þar með var þessari or- rustu lokið með naumum sigri Laugvetninga en... þið vitið að hefndin er sæt og því skulum við bara bíða róleg þangað til þeir koma hingað næsta vetur. Leppalúði. Glaðbeittir ferðalangar. Muninn 21

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.