Muninn

Árgangur

Muninn - 14.12.1988, Blaðsíða 18

Muninn - 14.12.1988, Blaðsíða 18
 tt' 14 í s 4 Síö;ai t Ú'i í; t m IF &> í síðasta tölublaði Munins var sagt undan og ofan af ferðalögum nemenda Menntaskólans á Akureyri og þeirri frásögn lauk um árið 1970, þegar nemendur voru teknir að leggjast í ferðalög til annarra landa eftir áratuga hefð að ferðast innanlands. Hefst nú framhald þessarar ferðamálasögu. Haustið 1971 fór fimmti bekkur í fyrstu sólarlandaferðina og síðan hafa verið farnar slíkar ferðir utan hvað haustið 1975 var farin svokölluð Grasaferð suður um Borgarfjörð og til Reykjavíkur. Arið 1985 var ekki farin haustferð en í þess stað fór þriðji bekkur (sem þá var farið að kalla svo) til Mallorka um páska. Sú tilraun var af völdum skólayfirvalda, sem lengi höfðu reynt að koma á einhverjum breytingum. Sólarlandaferðir voru orðnar svo dýrar og langar. Þærstóðu jafnan í þrjár vikur og ferðasjóður var þess ekki megnugur að greiða nema brot afkostnaðinum. Nemendursem ferðirnar fóru hlutu að missa úr sumarvinnu sinni þessar þrjár vikur sem ferðin stóð. Þeir eyddu mestöllu eða öllu sumar- kaupinu í ferðimar og komu staurblankir í skóla að hausti og áttu vart til hnífs eða skeiðar allan veturinn í síðasta bekk skólans. Því var reynt að taka upp tveggja vikna páskaferðir, en þessi tilraun tókst ekki betur en svo að ekki hefur verið reynt aftur. Þannig standa málin raunar nú. Farnar eru haustferðir til sólríkra landa og mikill hluti fjórðubekkinga hefur í raun og veru ekki efni á að vera í skólanum. Sumum tekst að krækja sér í einhveija vinnu með náminu og af eðlilegum sökum kemur það hvort tveggja niður á námsárangri þeirra og félagslífinu í skólanum. Til- raunir til að efna til styttri ferða hafa lítinn árangur borið. Segja má að ferðaskrifstofur eigi þar hlutaðmáli. Verðlaghjá þeim er þvílíkt að tveggja vikna ferð erekkitiltakanlegamiklu dýrari en þriggja vikna, en fæstir taka með í reikninginn þegar dæmið er skoðað að á þriðju vikunni kostar líka peninga að halda sér uppi í útlandinu og ef farin væri tveggja vikna ferð væri hægt að vinna sér inn peninga vikunni lengur en ella. Auglýsingin er oft skynseminni sterkari. Margir hafa haft horn í síðu sólarlandaferða og hafa mikið til síns máls. Á mörgum ferðamannaslóðum gefast fá tækifæri til annars en að flat- maga í sólskini á daginn og elta uppi diskótek um kvöld og nætur. Lítið sem ekkert við að vera og fátt sem dregur hugann og drepur tímann. Slíkar ferðir skilja fátt eftir annað en samveru skólafélaga annars staðar en í skólanum. í september síðastliðnum var farin ferð til Ítalíu, eins og flestum mun kunnugt og gerð hefur verið grein fyrir á öðrum stað í skólablaðinu. Þetta var dýr ferð í krónum talið, en ef borinn er saman kostnaður við hana og aðrar sem í boði voru kemur annað upp. í verði þessarar ferðar voru innifaldar skoðunarferðir og fararstjórn um nokkra stórmerka og eftir- ✓ minnilega staði á Italíu í vikutíma eða svo, hálft fæði og gisting á hótelum í tveggja og þriggja manna herbergjum allar þrjár vikurnar. Þriggja vikna ferð án fæðis, án skoðunarferða, án þess að hafa sérstakan Muninn 18

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.