Muninn

Árgangur

Muninn - 14.12.1988, Blaðsíða 25

Muninn - 14.12.1988, Blaðsíða 25
sokka í buxunum í íþróttum. Ekki af því að ég vilji vera karlmannlegri heldur af því að mér finnst notalegt að láta sokka strjúkast við mig. En núna eru strákarnir búnir að fatta þetta og eru alltaf að stríða mér. Hvemig á ég að koma þeim í skilning um það að það að er miklu betra að vera með sokka í buxunum? Lína langsokkur. P.S Hvað segir skriftin um mig? Kæra Lína! Alvarlegheit þessa vandamáls Iiggja í því hverskonar sokk þú gengur með. Ef um ul!arsokk(ísIenskan)erað ræða,er augljóslegaumómeðvitaða Animalista-duIdaðræða.Ef hins vegar er um að ræða sokk úr gerviefnum, er málið miklu alvarlegra. Þá er um að ræða svokallaða Synþetikista-duld. Hættu strax að ganga með slíka sokka og notaðu frekar steypuhnullung frá B.M. Vallá eða frá Möl og Sandi í þægilegri stærð. Þú skalt bara láta strákana eiga sig, því þeir hljóta einhverntíma að átta sig á málinu. Skriftin segir mér að þú sért mjög merkileg persóna. Kæri Sáli. Ég er í alveg ægilegum vandræðum, þú verður að hjálpa mér. Þannig er mál með vexti að ég er haldinn óþrjótandi skemmdafýsn. Til að halda vitsmunum í lagi verð ég að eyðileggja a.m.k. einn stól og tvær rúður á dag. Þetta byrjaði allt saman þegar ég var fimm ára. Þá tók ég uppáhalds- postulínsvasann hennar mömmu og traðkaði á honum. Með auknum þroska urðu hlutimir stærri og viðameiri. Þegar ég var tíu ára tók það mig tvo klukkutíma að eyðileggja hjónarúmið þeirra pabba og mömmu. Var það töluvert álag og lá ég nokkra daga í rúminu. Á fermingardaginn minn byrjaði ég á að klippa kyrtilinn niður í sáraumbúðir. íkirkjunnihafðiéghemilámérnokkuðlengi, en svostóðst ég ekki mátið og beit hægra eyrað af prestinum. Hann vildi ekki einu sinni þiggja hluti úr nýlega endumýjuðum sjúkrakassa, (þ.e. kyrtilinn), og neitaði mér um kristilega fermingu. Engu að síður var veislan mín haldin. Þeir fáu sem þangað komu, flýðu fljótlega því ég naut mín í að sletta á þá rjómatertum og öðrum veitingum. Fermingargjafirnar urðu þó eftir og olli mér það nokkrum vonbrigðum að þær vom flestar úr óbrjótanlegu efni og ekki einu sinni hægt að kveikja í þeim. I skólanum gengu kennararnir meðfram veggjum af ótta við mig. Svo kom að því að mér voru eingöngu send heimaverkefni ípósti. Foreldrum mínum til mikillar armæðu urðu þau að sitja uppi með mig allan daginn. Ætla ég ekki að orðlengja þetta frekar en bið þig, kæri sálfræðingur, að útvega mér viðtalstíma sem fyrst. Vandráður í vandræðum P.s. Hvemig em húsgögnin í stofunni hjá þér? Kæri vandráður. Eftir miklar vangaveltur hef ég komist að því að þessar lýsingar hljóta að vera stórlega ýktar. Raunar tel ég að þessi eyðileggingarduld sé uppspuni einn. Eitthvað hlýtur þó að Iiggja að baki. Þegar fólk skrifar fantasíur á borð við þessa ætti það frekar að leita til útgefenda heldur en sálfræðings. Astæðan fyrir þessum skrifum hlýtur að vera sú að þú ert haldin(n) alvarlegri raunveruleikaflóttaduld (Realitismus escapus complexus) og ástæður hans hljóta að Iiggja í frumbernsku þinni. Þú hefur líklega orðið fyrir einhvers konar áreiti á vöggustigi. Algengustu tegundir þesskonar áreitis eru gjarnan ásókn skordýra (insectus fitlus), óeðlileg afskipti annars foreldris (parentus sexmaniacus) og ásókn illra anda, en sésvo þyrftir þú að leita særingarmanns. Augljóst er að þú verður að koma til mín í viðtal svo að ég geti gefið þér fullnægjandi sjúkdómsgreiningu. Þú getur haft samband við mig í gegnum ritstjórn. P.s. Stofan mín er ekki með húsgögnum, hins vegar eru veggirnir bólstraðir. Muninn 25

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.