Muninn

Árgangur

Muninn - 14.12.1988, Blaðsíða 23

Muninn - 14.12.1988, Blaðsíða 23
K i' s t j ó r n IM A h æ t‘ e ð a vanhæf? ER STJÓRN ÍMA HÆF? Fimmtudaginn 24. nóvember 1988 fóm átta vaskir körfuknattleiks- menn, með Magnús for- mann í broddi fylkingar, til Lauga í Þingeyjarsýslu. Þar kepptu þeir við Laugverja og bókstaflega rúlluðu þeim upp, með 48 stigum gegn 20. Reyndar var hæsti maður í liði Laugverja, lítið hærri en lægsti maður í liði Menntskælinga, en hæð skiptir töluverðu máli í körfubolta. Fmmkvæðið að þessu áttu Patreksfirðingar á báðum vígstöðvum og bestir í liði Menntskælinga voru einmitt ✓ Patreksfirðingarnir Arni Þór (16 stig) og Bragi Thor (12 stig). Á síðasta skólaári var einnig farið til Lauga og þá einnig með kvennalið. Er ætlunin að gera þetta að föstum lið í samskiptum skólanna (Patreks- firðinganna). Þetta er nú reyndar ekki í frásögur færandi nema hvað að reynt var fá styrk frá ÍMA upp á 500 kr. fyrir bensíni, en því var hafnað! Þá vaknar sú ✓ spuming hvort stjóm IMA sé virkilega á móti körfuknattleik? Svari nú hver fyrir sig. (Þýskan er löngu byrjuð.) Muninn 23

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.