Muninn

Árgangur

Muninn - 14.12.1988, Blaðsíða 19

Muninn - 14.12.1988, Blaðsíða 19
fararstjora til að annast þennan eina hóp og með gistingu í sex manna íbúðum á sólarströndum Spánar kostaði svolítið minna, en mismunurinn á verði hefði ekki nægt fyrir fæði ferðalangs helming dvalarinnar. Að því leytí má segja að Ítalíuferðin hafi verið ódýr. En svona ferð er þrátt fyrir allt of kostnaðarsöm ef haft er í huga að þeir sem fara hafa ekki nema réttþrjámánuðiaf sumrinu til að vinna og þurfa auk ferðakostnaðar að sjá fyrir sér í heilan vetur þegar heim er komið. Búum til dæmi, sem vel gæti staðist: Segjum að kostnaður við utanferð að öllu meðtöldu hafi verið 120 þúsund krónur, fullt fæði á heimavist kosti 110 þúsund krónur í vetur, herbergiútiíbækosti lOþúsund á mánuði og bókakostnaður í vetursé20þúsundkrónur. Þetta þýðir að Ítalíufarinn hefur þurft að hafa hátt í 350 þúsund krónur í sumartekjur - og þá á eftir að bæta við vasapeningum, ferðakostnaði til og frá skóla og öðru tilfallandi. Gaman væri að vita hve margir núverandi fjórðubekkinga hafa haft 120 þúsund krónur eða meira á mánuði í sumarvinnunni sinni þetta árið. Burtséð frá kostnaðinum var ferð núverandi fjórðubekkinga til Italíu hin mesta sómaför. Þetta var jöfnum höndum merkileg og fróðleg ferð um slóðir menningar og lista á fyrri öldum, kynnisferð í nútímamenningu sem er ólík okkar, skemmtiferð í útlöndum og sólbaðsferð, þótt ekki væri unnt að velta sér upp úr sandi og sígarettustubbum daglega. Það er öruggt að svona ferð er mun minnisstæðari og lærdómsríkari en venjulegar sólarstrandaferðir og er þó ekki síður færi á að njóta lífs og skemmtunar en í þeim. Þátttaka í þessari ferð var meiri en verið hefur að jafnaði undan- farin ár og ferðalangarnir komu í hvívetna s vo fram að hver skóli mættí vera sæmdur af. Engin slys urðu, veikindi né vandræði af neinu tagi, eins og iðulega hefur komið fyrir í ferðum s vona stórra hópa. Oft er haft á orði að ferðir eins og þessar séu fátt annað en bölvaðar sukkferðir og víst eru sagðar ýmsar sögur þegar heim er komið. En það er nú einu sinni ein af íþróttum íslendinga aðsegjafylliríssögur af sér og sínum hvort sem þeir hafasett ofanísigdropaeðurei. í þeim ferðum sem undirritaður hefur farið með nemendum hefur ekki verið umtalsverð óregla -nema í frásögnum og ferðapistlum í skólablöðum. Nú má búast við að núverandi þriðjubekkingar hyggi á ferð til útlanda næsta haust. Hvort sem þeir kjósa að vera tvær vikur eða þrjár er ástæða til að gefa þeim ráð. Ef höfð er hliðsjón af reynslu margra undanfarinna ára er æskilegt að sækjast eftir blöndu af kynnis- og skemmtiferð af svipuðu tagi og Ítalíuferðin síðasta var. Auk þess er mjög æskilegt að taka sér ferð með hálfu fæði því ungu fólki er nauðsynlegt að borða reglulega, ekki síst þegarkomið er í annað loftslag og lifnaðarhætti en gerist og gengur hér norður í hafi. Þá er mikill kostur að fá með í för íslenskan fararstjóra sem kann skil á men- ningu, sögu og listum á þeim slóðum sem farið er um. Vissu- lega væri unnt að fara Ítalíuferð næsta haust, en svipaðar ferðir má örugglega fara til dæmis um Spán, Portúgal og Grikkland, eða þá lönd norðar í Evrópu, sem líka eiga sér sögu og men- ningu en vantar að vísu sólarstrendumar. Muninn 19

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.