Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 14.12.1988, Qupperneq 14

Muninn - 14.12.1988, Qupperneq 14
r JJ®Ilaisagai v_______________________) Það var á Þorláksmessukvöld. Litli jólaálfurinn Hróbjartur sat við gluggann á litla húsinu sínu og starði stórum augum á snjókomin sem flutu hægt niður og settust mjúklega á alhvíta jörðina og trén sem umluktu húsið. Það sást varla nokkurs staðar í annan lit en hvítan. Hróbjartur gaf frá sér sæluandvarp, einmitt svona vildi hann hafa jólin. Hann hlakkaði líka til af því að besti vinur hans, jólasveinninn Flautaþyrill, hafði sagt að loksins væri hann nógu gamall til þess að koma með sér og dreifa jólagjöfum til bamanna í Skógardal. Það yrði svo gaman að fá að klifra upp og niður skorsteinana, setja gjafirnar við jólatréð, og lauma einhveiju góðgæti í skóna hjá þægu börnunum. Hróbjartur vissi ekkert skemmtilegra en að gleðja aðra. Nú sat hann sem sagt við gluggann og beið þess að Flautaþyrill kæmi á hreindýrasleðanum sínum og sækti hann svo þeir gætu klárað lokaundirbúninginn fyrir aðfangadagsnóttina. Og loksins! Hann heyrði daufan bjölluhljóm og horfði ákafur upp í himininn. Hann varð undrandi þegar hann sá að það var ekki sleðinn hans Flautaþyrils heldur bara annað hreindýrið hans, Hlöðver, sem kom þjótandi ofan himininn. Hlöðver var lafmóður og honum var mikið niðri fyrir. Þegar hann loksins gat stunið upp ástæðunni fyrir því að hann var einn á ferð varð Hróbjartur felmtri sleginn. Það hafði verið brotist inn á verkstæði Flautaþyrils og ýmsu stolið. Þar á meðal inniskóm þeim sem Flautaþyrill notaði þegar hann fór niður skorsteina og laumaðist um hús með gjafir og góðgæti. Þetta voru nefnilega engir venjulegirinniskór. Þessir inniskór höfðu þá náttúru að það var sama í hvaða óhreinindum eða subbuskap hann lenti, alltaf var hann tandurhreinn frá toppi til táar. Það voru einmitt þessir eiginleikar inniskónna sem gerðu Flautaþyrli kleift að ferðast upp og niður skorsteina án þess að verða svartur af sóti. Svo gat hann líka gengið um húsin án þess að sóða allt út og það var engin hætta á að hann vekti nokkurn því það heyrðist aldrei neitt þegar gengið var um á þessum ómetanlegu inniskóm. Og nú hafði þeim verið stolið! Hver gat hafa framið þetta ódæði? Yrði nú nokkuð úr hinni árlegu ferð Flautaþyrils til Skógardals? Fengju þægu börnin kannski engar gjafir í ár? Nei, það mátti ekki verða, hann yrði að endurheimta inniskóna. Hlöðver hafði nú varpað mæðinni og Flróbjartur klifraði á bak honum og sagði ákveðinn: "Heim í Jólabæ!" Þegar þangað varkomið mætti honum sorgleg sjón. Á verkstæðinu var allt á rúi og stúi og mitt í allri óreiðunni sat Flautaþyrill mæddur á svip. "Jæja heillin," sagði hann, "svo þú ert kominn. Þú hefðir svo sem getað sparað þér ómakið, því það verður engin sleðaferð um þessi jól. Ég get ekki farið án inniskónna því ég mundi sóða alltúthjáfólkinu þegarégkæmi niður skorsteinana og auk þess mundi hávaðinn í mér vekja alla og það gengur ekki." Hróbjartur jólaálfur leit í kringum sig og sagði: "Ég ætla að athuga hvort ég finn ekki einhverjar vísbendingar um hver hefur framið þetta illvirki." Þegar hann hafði litast um skamma hríð rak hann augun í stóran gulleyrnalokk sem honum fannst ekki eiga heima þar. Hann sýndi Flautaþyrli eymalokkinn. "Það er ég viss um að þetta hafa verið bann- settir Frunsudvergarnir!" hrópaði jólasveinninn reiðilega. Og mikið rétt. Lengst inn í dýpstu myrkviðum skógarins, í djúpri, kaldri og sóðalegri holu, sátu tvær óknyttaskepnur, þeir Frosti og Frekur frunsudvergar. "Hæ hæ og hó hó", skríkti í Frosta, "þarna lékum við á gamla skarfinn." "Jahá", sagði Frekur, "og í nótt verðum við ríkustu frunsudvergar í öllum Stóraskógi." Já, þessir pörupiltar höfðu ekki fengið nóg af illvirkjum, langt því ffá. Þeir höfðu gert nákvæma áætlun um hvemig þeir ætluðu niður um hvern einasta skorstein í Skógardal og síðan að tæma öll önnur lausleg verðmæti sem Muninn 14

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.