Muninn - 14.12.1988, Blaðsíða 30
Málfundafélagspistill
Örstuttur pistill frá
Málfundafélagi Hugins.
Starfsár MFH byrjaði með því
að boðað var til aðalfundar. Þar
var nú aldeilis þétt setinn
bekkurinn og það voru mestu
vandræði að koma fyrir öllum
þeim fjölda sem mætti á
fundinn, eða þrjátíu manns.
Þetta ku víst vera einhver besta
mæting í manna minnum. Þar
var kosið í fjögur laus
stjómarsæti, en Unnur var í
stjóminni frá því í fyrra. Allir
frambjóðendur fluttu
kosningaræður með tilheyrandi
loforðum. Það er skemmst frá
þvíað segjaaðkosningabaráttan
var æsispennandi og henni
lyktaði með því að öll þau fjögur
sem gáfu kost á sér voru
sjálfkjörin. Núverandi
stjórnarmeðlimi getur hinn
almenni nemandi fundið í
handbókinni og á rölti innan
skólalóðarinnar á skólatíma.
Eina helgina í haust hélt MFH
félagsmálanámskeið og var
stjórnandi þess Bjarki Már
Karlsson (úr MORFÍS, þið
/
Eg er nú eiginlega pínulítið
sár. En eins og með önnur
pínulítil sár er alltaf hægt að
plástra yfir þau. Því vil ég
leiðrétta misprentun, sem
varð í síðasta tölublaði
Munins, en hún var í
kynningargrein Djamma á
bls.9. Þarereinnmeðlimur
félagsins titlaður
"söðlamaður," sem er ekki
vitið). Þar var fyrri daginn farið
í almenn fundarsköp, hlutverk
stjóma og meðlima þeirra og
framkvæmd stjórnar- og
aðalfunda. Seinni daginn var
síðan aðeins vikið að
ræðumennsku og framkomu í
púlti. Einnig var komið inn á
notkun minnismiða og
tækifærisræður, svo fátt eitt sé
nefnt. Og ekki má gleyma
þátttökunni í MORFÍS. Lið
Menntaskólans á Akureyri fékk
heimaleik á móti liði
Menntaskólans að Laugarvatni.
Umræðuefnið var þetta: ML
leggur til að öll ræðukeppni
verði lögð niður. Þarsemtilstóð
að fara í Laugarvatnsferð þessa
sömu helgi gáfum við
Laugvetningum hins vegar
heimaleikinn. Frá
Laugarvatnsferðinni er sagt
annars staðar í blaðinu.
Senn fer af stað bekkjamót í
ræðumennsku. Nú á að prófa
örlítið breytt fyrirkomulag frá
því í fyrra og kemur nú eitt lið frá
hverjum bekk, þrír ræðumenn
plús liðsstjóri. Úr fyrsta bekk
Leiðrétting.
rétt. Ef við kryfjum orðið,
sést greinilega að "söð" er
dönskusletta, sem reyndar
er skrifuð "spd" ídönskuog
þýðirsætur. Allirskiljahins
vegar orðið "lamaður."
"Spd-lamaður" hlýtur því
hreinlega að þýða sá sem
"fegurðarbæklaður" eða
"foráttuljótur." Hið rétta
starfsheiti meðlims er að
kemur slíkur sægur af
áhugasömum unglingum að
efna verður til sérstaks
bekksagnamóts innan hans. Þar
eru hins vegar bara tveir
ræðumenn plús liðsstjóri í liði.
Hæfustu einstaklingamir úr
fyrstabekkjarmótinu fara síðan
áfram í bekkjamótið.
Nú er einnig nýhafið námskeið í
ræðumennsku þar sem farið er í
allt sem þig hefur alltaf langað til
að vita um ræðumennsku (en
þorðir aldrei að spyrja um), farið
ofan í kjölinn á stigagjöfinni í
MORFÍS og margt, margt fleira.
Það námskeið er ekki eingöngu
fyrir þá sem taka þátt í
bekkjamótinu, heldur fyrir alla
þá sem áhuga hafa.
Leiðbeinandi er Hlynur
Hallsson, fyrrum formaður
MFH, núverandi barnakennari,
dagmamma og
útvarpsfrömuður í Ólund.
Fyrir hönd MFH
Hjörvar P. 1 - E
sjálfsögðu "söðlasmiður"
og sér hann um viðhald og
eftirlit á reiðtygjum
félagsins. Við fyrirgefum
að sjálfsögðu slíka
smáyfirsjón og segjum takk
að sinni.
Úr söðlasmiðju Djamma.
Muninn 30