Muninn

Árgangur

Muninn - 14.12.1988, Blaðsíða 9

Muninn - 14.12.1988, Blaðsíða 9
LJé 1-800-222-500. í hálfrökkri sumarsins sit ég og bíð eftir að síminn hringi. Uti fyrir mála grá skýin dropa á heiminn. Fram til þessa hefur biðin verið árangurslaus. En hver veit nema á næsta ári, næstu öld, næstu mínútum hringir þú. Og þá ætla ég bara að stríða þér, og taka símann úr sambandi. Kannski það hætti að rigna á morgun. Stirðnuð andvökuaugu Endalaus bið, tifið í klukkunni, hægur vindur gárar vatnið. I útvarpinu er verið að leika Rómeó og Júlíu með Dire Straits. Myrkrið víkur fyrir birtunni. Enn ein nótt án hvíldar, án drauma, án þín. Ástin mín. Þessa nótt þegar snjórinn var nýfallinn og myrkrið yfirgnæfði ljósið varðst þú til, litla snjókornið sem hraktist undan vindi raunsæisins og bráðnaði á ofni ástarinnar. Sorg. Sorg er tár í auga sem rennur niður kinnina og er svo þurrkað burt. Nema stundum, stundum þorna þau á kinninni. Ást (eitt). Ást er að hafa einhvern til að þurrka burt tárin fyrir sig, og þurrka burt tárin fyrir þann sama. Ást (tvö). ✓ Ast er að fara framúr, fárveikur um miðja nótt, til að skrifa vonlaust ástarljóð til stelpunnar sem þú færð hvort sem er aldrei að kyssa. Muninn 9

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.