Muninn - 14.12.1988, Blaðsíða 22
Orð í eyra
Hér í skóla hefur um alllangt skeið starfað Tónlistarfélag. Tilgangur þess var upphaflega að efla
áhuga nemenda á tónlist og tónlistarlífi af fjölbreyttu tagi, standa fyrir uppákomum ýmiss konar, sem
skipulagðar voru af félagsmönnum og auk þess tónleikahald. Því miður hafa málin þróast þannig að
undanfarin tvö ár hefur auk Viðarstauks aðeins verið staðið fyrir fáeinum tónleikum, en aðsókn verið
misjöfn og tap jafnvel töluvert. Þetta er óheillaþróun sem byggir meira á fjárhag nemenda en virkni.
Formaður Tóma skrifaði í síðasta Munin og kvartaði undan lélegri aðsókn að tónleikum, sagði að
tónlistarmenn væru orðnir leiðir á menningarlegum áhuga Menntskælinga (!). Hann spurði hvað væri
til ráða og óskaði eftir svörum.
En fljótt skipast veður í lofti og margt fer öðruvísi en ætlað er. Nú fyrir skemmstu (8. desember)
barst stjórn Skólafélagsins uppsögn stjórnar TOMA. Hún var fyrst birt á auglýsingatöflum í skólanum
en síðar staðfest í símtali við fráfarandi formann TOMA. Þrátt fyrir það vil ég nefna örfá atriði vegna
áðurnefndrar beiðni í Munin.
Ég tel það nefnilega hvorki bera vott um menningarskort né áhugaleysi, þó ekki náist húsfyllir á
tónleika með Síðan skein sól eða Geira Sæm. Getur ekki hugsast til dæmis að tónleikar hafi verið á
óheppilegum tíma, eða nemendur hafi meiri áhuga á annars konar tónlist? Eða hafa þeir kannski áhuga
á annars konar starfi félagsins? Ég held að minnsta kosti að það hefði verið æskilegra að athuga það
áður en gripið var til þess að segja af sér. Fráfarandi stjórnarmenn hafa kannski ekki haft áhuga á þvf,
að minnsta kosti er staðreynd að stjórn TÓMA er hætt.
í kjölfar þess að stjórn TÓMA hefur sagt af sér auglýsir stjórn HUGINS nú eftir áhugasömum
nemendum til að taka að sér stjórn félagsins. Stjórnina eiga að sitja fimm manns og verður hún kosin
á aukaaðalfundi, sem boðað verður til við fyrstu hentugleika.
Um er að ræða mjög fjölbreytt og áhugavert starf sem auðvelt er að stunda meðfram námi. Meðal
liða í starfsemi TÓMA á undanförnum árum má nefna tónlistarkynningar af ýmsu tagi, þar sem
nemendurog fleiri hafakomið ogkynnt ýmsa tónlistáplötumogmyndböndum. Hafthefurverið samráð
við Tónlistarfélag Akureyrar, og tónlistarfólk og áhugafólk um tónlist staðið fyrir ýmsum uppákomum.
Æskilegt er að hafa náið samstarf við Tónlistarskólann og nemendur sem stunda nám þar og í M.A.
Einnig er æskilegt að hafa samstarf við önnurfélög í skólanum, til dæmis LMA og SAUMA. Mikilvægt
er að starf TÓMA sé fjölbreytt og félagið sinni sem allraflestum tegundum tónlistar. Þess vegna er
æskilegt að í stjórn félagsins sé áhugafólk um ólíkar stefnur í tónlist.
Aðalatriðið er að ef fólk hefur nægan áhuga er allt hægt.
Með von um góðar undirtektir.
Fyrir hönd stjórnar Hugins
Torfi Jóhannesson.
Muninn 22