Muninn - 14.12.1988, Blaðsíða 3
Ritstjórapistill
Kæru skólasystkin.
Menntaskólinn á Akureyri er fallegur skóli. í mínum augum er hann sá fegursti á landinu þar sem hann
stendur á hæðarbrún og horfir yfir fjörðinn, gamall og virðulegur, með margra áratuga reynslu að baki.
Og ég óska honum einskis annars en bjartrar framtíðar. Þess vegna fer einn ósiður skólanema verulega
í taugamar á mér. Það er sóðaskapurinn.
*
I fyrsta tíma reika nemendur hálfsvefnlausir inn í tandurhreinar stofumar, en þegar þeir em orðnir
endumærðir eftir góðan blund í tíunda tíma er gólfin orðin að raslahaugum, gosdósir, sælgætisbréf og
pappírssnifsi út um allt en raslaföturnar hálftómar, borðin orðin að tjáningatöflu fyrir martraðakenndar
draumsýnir nemenda, og stólarnir dreifðir um alla stofu samkvæmt skipulagi sem jafnvel
óreiðusnillingurinn og "Mastermindinn" Einar Öm Héðinsson gæti ekki hent reiður á. Jafnvel
kennaramir eru farnir að minnast á að nemendur gætu umgengist skólahúsin og stofumar á töluvert
mannlegri og kurteislegri hátt og þá er langt gengið.
*
Eg vil ekki að eftir tíu ár verði hér raslahaugur í stað menntaskóla. Þess vegna legg ég til að nemendur
hætti að krota á borðin, hætti að ydda á gólfin, hætti að leggja frá sér gosdósir í gluggum og upp um
veggi, að 4. bekkingar hætti að henda rusli í 3. bekkinga í matartímum í kjallaranum, þó að greyin séu
stundum leiðinleg, að nemendur skilji ekki borð og stóla út um allt í stofunum og að allir kynni sér
notendabæklinga um ruslafötur og fari eftir þeim.
Sýnum landsmönnum að MA sé ekki aðeins besti heldur einnig hreinasti og snyrtilegasti skóli álandinu.
Gerum raunverulegt átak og göngum betur um!
nonður.
mynd
ljósmyn dastofa
Sími 96-22807 • Pósthólf 464
Glerárgötu 20 • 602 Akureyri
Muninn 3