Muninn

Árgangur

Muninn - 14.12.1988, Blaðsíða 13

Muninn - 14.12.1988, Blaðsíða 13
Dísin og þursinn Þergbór. Eftir Háa Ljóshærða Manninn. Það var snemma að morgni og sólargeislarnir spegluðust í dögginni. Ámillitrjánnatrítlaði lækur niður brekkuna umvafinn glitrandi blómskrúði. Einstaka árrisul býfluga flaug suðandi milli blómanna. Fuglasöngur heyrðist úr kjarrinu og skrjáf í skógarhind sem teygði sig í gómsætt lauf skapaði kyrrðinni fyllingu. Aðeins neðar, í litlum grasivöxnum slakka, kraup skógardís við lækinn og drakk úr silfurskál. Hún stóð upp, stakk skálinni í poka sinn og gekk upp með læknum. Öðru hveiju staðnæmdist hún til þess að tína blóm sem hún batt jafnóðum í vönd. Dísin settist niður og fór að hagræða vendinum sem hún ætlaði að færa afa sínum. Skógarhindin kom út úr kjarrinu og gekk varlega í átt til hennar. Hún rétti fram hendina til þess að klappa henni, en þá tók hindin viðbragð og þaut í burtu, yfir lækinn og inn í skóginn. Ut úr kjarrinu ruddist þurs, mikill vexti, með braki og bres- tum. Hann steig yfir lækinn og stansaði þegar hann kom auga á dísina. Dísin horfði skelfingu lostin á þursinn sem stóð uppi yfir henni með illskusvip á skeggjuðu, óhreinu fésinu. Hann var hár og hokinn og hafði rytjulegt, óhreint, svart hár sem stóð út í loftiðogféllniðurábakið. Svart skeggið og svört augun gerðu sitt til þess að gera hann grimmdarlegan ásýndum. "Hvað vilt þú?" spurði dísin með kökk í hálsinum. Þursinn rumdi hátt og sagði: "Ég er Þergbór, versti óþokkinn í skóginum, og ég er svangur." Dísin herti upp hugann og benti upp með læknum. "Þarna upp með læknum er nóg af lostætum beijum og í kjarrinu getur þú bæði fundið ber og jurtir sem eru góðar til átu." "Fuss," æpti þursinn æfur. "Hvað heldur þú að ég sé? Einhver grasæta? Ég er illmenni og verð að standa undir nafni sem slíkur. Uppáhaldsmatur minn eru dvergar og skógardísir. Skógardísirnar eru betri því að þæreruekkijafn seigarogdver- gamir." Dísinnikólnaði snögglegaþegar þursinn teygði ffam skorpna krumluna og hrifsaði hana til sín. Síðan át hann dísina í þremur bitum. Hann rumdi ánægjulega og fékk sér að drekka úr læknum. Þvínæst gekk hann inn í skóginn en var ekki kominn langt þegar hann hreyktist saman í sársaukakrampa. Hann féll niður á milli trjánna og kipptist nokkrum sinnum við áður en hann dó. Skyndilega rifnaði hann eftir endilöngu og upp úr honum steig dísin í heilu lagi. Hún kreppti höndina um töfraskálina og hvarf inn í skóginn. Muninn þakkar Brauðgerð Kr. Jónssonar veittan stuðning. Muninn 13

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.