Muninn

Árgangur

Muninn - 14.12.1988, Blaðsíða 28

Muninn - 14.12.1988, Blaðsíða 28
Kis kis: Grein um ketti Allir þeir sem eiga ketti, hafa átt, og nota þá ekki, hafa notað, sem tuskudýr eða hesputré húsmóðurinnar eru sammála um gæði þeirra, hófsemiogsjálfstæði. Kettireru einnig mjög rólegir og íhaldssamir, sofa yfirleitt "7 tíma" í einu og þá á sama stað,mesta lagi þremur. Kettir velja sér mjög oft hlýja, afskekkta og mjúka staði til hvíldar s.s. ullarteppi úti í homi eða húsgögn með ullaráklæði , þeir velja sér einnig staði eins og undir borðum eða húsgögnum. Kettir hafa einnig fundist sofandi í buxum. Kettir eiga það líka til að fela sig undir vélarhlífum bifreiða. Það veldur oft ama þegar smurðir kettir koma heim eða þegarbfllinnertregurígang einn morguninn og um leið týnist kötturinn. Staðir eins og skál í þ vottavél eða örbylgj uofni hafa einnig, affenginnireynslu, lagst af. Kettir sofa oftast í hinum undarlegustu stellingum og stundum erfitt að greina framhluta frá bakhluta. Er þetta mjög neyðarlegt fyrir þá sem eru að heilsa sofandi ketti í fyrsta skipti. Ef kettir eru ekki sofandi, en að meðaltali er svefntíminn 18 klst. á sólarhring, eru þeir að borða (en það kallast þegar köttur flat- magar á eldhúsborðinu, vegna ofáts). Kettir fara einnig út en það er einn af þremur þáttum í lífi þeirra. Helst fara þeir út á næturnar. Ástæðan fyrir því er sú að þá eru færri börn á ferli, en kettir er afar vinsælir leikfélagar, klemmdir aftan á bögglabera eða bundnir í barna- vagni með bleyju og brók. Á nætumar stunda kettir margbrotinn lifnað s.s. slagsmál, ástamál og landhelgismál. Þ.e. kettir eins og önnur spendýr helga sér svæði, hér með því að spræna á ýmsa hluti tengda því svæði sem helga á sér. Býsna óheppilegt er að spræna á bfla sem ekki standa í stað og þar með er skarð komið í "girðinguna" og óboðnir kettir fara að streyma að. Einnig er mjög óhentugt þegar kettir þurfa að húka inni og horfa upp á alla þessu óboðnu gesti nýta landið helga. Kettir sem ganga lausir mynda oft stór samfélög þar sem hagsmuna hvers kattar er gætt. Þetta em oft um 40-80 kettir í hóp. Þar deila þeir öllu æti sem finnstogþeirveikarifámest. Ef ráðist er á einhvem kött hópsins koma hinir honum til hjálpar, þar sem það eru hagsmunir allra að sem flestir séu í hópnum. Sveitakettir kannast hinsvegar ekki við neitt þessu líkt enda em þeir sjaldan aðkomukettir heldur hafa fæðst í sveit og slitið "bams-"skónum þar. Þeir eiga því erfitt með að aðlagast stórborgarlífinu eins og önnur spendýr sem koma úr sveit. Karlkettir breima til að vekja athygli kvenkatta á sér. Þetta er mjög þróaður samskiptamáti í ástarmálum þar sem árangur fer eftir lengd breimhljóðs og breimstyrk en ekki samsetningu á röð breimhljóða. Karlkettir geta breimað í flestum tóntegundum, allt eftir aðstæðum hverju sinni ( C fyrir reynda kvenketti og F fyrir unga). Þegar köttur snýr aftur til síns heima hafa oft liðið margir dagar frá því að hann fór út. Þeir koma heim á öllum tímum sólarhringsins og mjálma (sumir breima) til að láta opna fyrir sér. Skynsamir kettir leita að heppilegum gluggum þar semþeirsjástvel. Nokkrirkettir hafalíkaveriðvandiráað ganga um kattalúgur, sem eru litlar fellihurðir á stærri hurðum. Eykur þetta fjölbreytnina á kattalífi heimilisins þar sem matar- og næturgestum afkattar kyni fjölgar ógnvænlega, sérstaklega ef upprunalegi heimiliskötturinn er kvenköttur. Fyrir utan næturlífið era kettir mjög heimakær dýr. Þeir vilja láta hugsa um sig og reyna mikið að láta taka eftir sér. Þeir koma, kettimir, með dauðar mýs, rottur og fugla inn í stofu annaðhvort til að þakka fyrir eitthvað eða kvarta undan einhverju. Svo eru aðrir kettir sem stökkva upp á skápa og sýna andúð á vel völdum keramik- hlutum eða naga blóm heimilis- ins. Jólin eru uppáhaldstími katta. Mikið af matarleifum og mjög margt sem vekur athygli, t.d. jólatréð. Kettir sem era að upplifa sín fyrstu jól þurfa að kanna hvort fólkið hafi valið rétta jólatréð og einnig hvort jafnvægisstuðull þess sé í réttu Muninn 28

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.