Muninn

Árgangur

Muninn - 14.12.1988, Blaðsíða 12

Muninn - 14.12.1988, Blaðsíða 12
Laufabrauðið Það var laugardagur og veðrið hreint djöfullegt. Ilitlumbæá Islandistóð hús uppi á klöpp. "Bank-bank" - það varbankaðá dyrnar. Fyrir utan stóð furðuleg vera, hokin, blaut. Það var opnað. "Halló!" Veran leit upp. "Nei er þetta Hildigunnur?" Inni í húsinu hafði hópur manna safnast saman í eldhúsinu. Við borð stóð Nanna, þakin hveitihulu, með kökukeflií hendi. "Efeinhver erað ybba sig..." sagði hún og lyfti kökukeflinu. "Ég vil hlusta á jólalög." Plata fór á fóninn. Bretti, hnífarog viskastykki voru dregin fram úr skúffum. 3.F í aksjón. Nú skyldi gert laufabrauð. Bráttkomu í ljós áður óþekktir hæfileikar hjá þessum súpergáfaða bekk. Ármann (hinn góði) sá ásamt Guðrúnu (hinni gjafmildu) um útflatn- ingu. Helstu útflúrarar voru: 1. Jensa (hin reynslulausa) 2. Gísli Sím (hinn eftirsóknarverði) 3. María (pizzu- skelfirinn ógurlegi) 4. Elín (flassarinn) 5. Svana (hin glysgjarna) 6. Ýmsir aðrir. Samvinna var mikil. Unnur (hin úrræða- góða) kafaði ofan í fitu- pottinn og hitti þar Brynhildi (formann nefndarinnar). Diddi (deigframleiðandi) sá þeim stöðugt fyrir hráefni. Habbý (skurðborðaaflari), Nanna (hin milda) og Milla (magadansmær) sáu um að kenna þýskum skiptinema íslensk eldhússtörf. Allt fór fram í friði og spekt og bekkurinn mun lifa á laufabrauði næstu mánuðina. Að steikingu lokinni var pizzu, 80 cm x 60 cm, sporðrennt. Allir fengu nóg. í eftirmat var svo ... Laufabrauð! Jólakveðjur, 3.F. Ljóð : Bros Er gos út úr heilanum út af kuldanum. Ég kem úr sveitinni úr sveitasælu, Ég kem af bóndabæ úr skít og ælu. Ég fór beint til Akureyrar í skóla. Ég verð hér í skólanum til jóla. Muninn 12

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.