Muninn

Volume

Muninn - 01.03.1991, Page 3

Muninn - 01.03.1991, Page 3
RITSTJÓRNARPISTILL Eins og kannski margir vita hefur veriö stokkað eilítiö upp í ritstjóminni. Ritstjórinn þurfti aÖ segja af sér vegna anna og þökkum viö henni vel unnin störf. Eðlilega varö töluverö röskun á útgáíu blaösins af ofangreindum ástæöum og af þeirri ástæöu, ásamt öðrum tókst ekki aö koma blaðinu út fyrir páska en nú er blaðiö komiö út og er auövitaö ekkert nema gott tun þaö aö segja. BlaÖiÖ sjálft. Þetta blaÖ er mun efnismeira en þau tvö er komu út fyrir áramót. Aðalá- stæðan fyrir því er sú að nem- endur eru mun viikari nú og svo hefur ritstjómin einnig tekið sig á og reynt aö vera vakandi fyrir áhugaverðu blaöaefiú. ViÖ þökkum fyrir ljóð og smásögur sem komu inn í tonnatali og var svo komiö aö viö þurftum aö geyma nokkrar sögur til næsta blaðs. FORMANNSPISTILL ÁGÆTU SKÓLAFÉLAGAR. Mig langar til að byija þenn- an pistil á aö óska ykkur, nem- endur góðir, til hamingju með frábæra mætingu á Listadaga. Ég hef sjaldan séö eins góöa mætingu á málfundi hér í skól- anum, enda var kominn tími til að við menntaskólanemar næð- um góðum árangri í aö taka þátt í viðburðum í skólalífinu. En nú horfiim viö loks fram á bjarta framtíð í þeim málum, nóg um það. Ég er ekki í skapi til aö kvarta, þess í staö langar mig til að fjalla um gott gengi á MA- VMA dögunum þrátt fyrir aÖ viö höfiun tapaö. Heildarstigin fóm svo: VMA: 22 stigMA: 20 stig Þetta er svo sáralítill munur að maður brestur næstum í grát. En þrátt fyrir þetta tap, standa hinir persónulegu sigrar MA upp úr. Körfiiknattleikur kvenna og karla var geysispennandi og úrslitin vom kæikomin þ.e.a.s. sigur. Samt held ég að sigur kvennaliös okkar í bandýi og jafntefli karlaliðsins sé sætasti sigur okkar. VMA hefur haft töglin og hagldimar í bandýinu í áraraöir og ætíö boriö siguroið af okkur með stigatölum sem ekki verða nefndar hér (þessar tölur em sambærilegar viö 16. sæti okkar í Eurovision. Taboo.) Það er því ánægjuefni að ein- veldi VMA í bandýinu sé loks hiunið. Ég tel að þennan góða ár- angur á MA-VMA dögunum sé hægt aö þakka aö stórum hlut stjóm ÍMA. Starf ÍMA fór ró- lega af staö en hefur nú svo sannarlega iétt úr kútnum og sigurinn á Fjölbrautaskólanum á Selfossi hefur svo sannarlega hleypt nýju blóöi í ÍMA. Stjóm ÍMA hefur starfað ötullega að því að velja keppnislið sitt fyrir þessa keppni og hefur m.a. haldiö fijálsíþróttakeppni til aö velja keppendur í fijálsíþróttalið sitt. Enn sem fyrr nefiú ég ekki hvemig mætingin var, en þið getið kannski giskað? Þó svo viö höfiim tapað í þetta skiptiö þá vitum við að sigurinn getur alveg eins lent hjá okkur. Til hamingju ÍMA. Svo ég vendi mínu kvæði í kross þá fer að líða að laga- breytingafundi og stjómarskipt- um í skólafélaginu, auk annarra starfa. Lagabreytingafundurinn veröur haldinn þriöjudaginn 9. apríl og sama dag þarf að vera búið að skila inn ffamboðum í embætti. Ég hvet alla þá sem hafa áhuga á að bjóða sig fram aÖ kynna sér embættin til hlítar og aö vera ófeimnir að leita upplýsinga um embætti þessi hjá okkur sem gegnum þeim. Þetta veröur allt auglýst nánar seinna. Ég vona svo að þið hafið öll átt ánægjulegt páskafrí og fengiö stór og góð páskaegg. LIFIÐ HEIL Hjörleifiir Þór Hannesson formaöur Hugins. MUNINN 3

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.