Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.03.1991, Qupperneq 8

Muninn - 01.03.1991, Qupperneq 8
ENGAR SÖGUR, EKKERT KÚK OG PISS ... varð Ingólfi Guðjónssyni, hljómborðsleikara í Loðinni rottu, að orði í upphqfi viðtals, sem við áttum við Loðna rottu þann 2. mars síðastliðinn. Við ákváðum að breyta orðalagi sem minnst í þessu viðtali, svo öll ”þúst"-in, "hérna"-in og "sko"-in eru ekkert 'feik". Eftir nokkur símtöl ákváðum við að mæla okkur mót við Loðna rottu á gistihúsi hér í bænum. Reyndar var okkur boðið að talca viðtalið við þá í sundlaug bæjarins, en vegna tæknilegra örðugleika sáum við okkur það ekki fært (kafarabúningarnir voru líka í láni). Þegar við mættum á umræddan stað, var enginn Rotta sjáanleg. Aðeins kona að ryksuga. Við fundum þá að lokum á Uppanum, þar sem þeir sátu að snæðingi... Richard: Eina pizzu, svona eins og þú keyptir fýrir mig, heyrðu, svartar ólífur á helminginn og papriku á hinn, ókei!? Sp.: Hvað heitið þið og hvað- an eruð þið? Bjami: Bjami Friðriksson. I: Hann er frá bænum Rúf á Rekagranda. Sigurður: Ekki spyija hvað við emm gamlir. I: Ingólfur Guðjónsson. Ég er að austan, jamm, nei, ég er sko frá Eskifirði. Ég er svona ein- hvers staðar um þrítugsaldurinn, með allar tennur enn þá og allt óskemmt. R: Richard Scobie frá Seltjam- amesi. Ég er á tvítugsaldri. S: Sigurður Gröndal Friðriks- son frá Rekagranda, 37. I: Aðrir í hljómsveitinni em Halldór Gunnlaugur Hauksson frá Auðnum í Öxnadal. Hann er hljómsveitarstjóri og spilar jafnframt á trommur, ótrúlega skemmtilegur náungi. Svo er það Jóhann "þrífótur" Ásmunds- son. Hann vann sér það til frægðar að koma lagi í 17. sæti á enska listanum 1982. Jóhann hefur spilað á bassa bæði núna og í fyrra. Sjálfur spila ég á hljómborð og svo er ég með bakraddir. Sp.: En þú Sigurður? S: Ég spila á gítar og er skemmtikraftur fyrir mixer- manninn (Bjama). Sp.: í hvaða hljómsveitum hafið þið verið áður? I: Þær em ofboðslega margar því við erum fimm, sem spilum! Nei, það þýðir ekkert að rekja það allL Ég spilaði sko í hljómsveit þegar ég var níu ára gamall. Richie var í tuttugu hljómsveitum í Amerfku, bara alls konar! S: Hann stofnaði Bon Jovi. I: Við Richard og Siggi erum búnir að vera trúir og tryggir hljómsveitinni Rikshaw núna í 6 ár. Frá því að við stofnuöum hana á vondögum 1984. Sp.: Er Loðin rotta sem sagt afsprengi Rikshaw? R: Afstvrmi. I: Loðin rotta er vinnuhljóm- sveit. Við höfum lagt okkur í líma við það að flytja vandaða dægurtónlist af ýmsum gerðum. R: Þúst, fólk fer á ball og skemmtir sér. Þannig fréttist þetta. Það er bara Rottan. Sp.: Hvenær byrjaöi Rottan? I: Rottan byijaði fyrir tveimur og hálfu ári, kom þá upp úr hljómsveit, sem hét Sköllótt mús, sem við Sigurður og Hall- dór trommari vorum í. Sp.: En nafniö, Loðin rotta? Fyrir aftan: Golli, Richie, Halli Fýrir framan: Siggi, Bjami 8 MUNINN

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.