Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.03.1991, Qupperneq 11

Muninn - 01.03.1991, Qupperneq 11
efni að upplýsa það, að 4/6 meðlimir í þessari hljómsveit hafa getið af sér afkvæmi og eru þar af leiðandi sem sagt að viðhalda mannkyninu (nefhljóð frá Richie). S: Það má líka geta þess að hljómborðsleikarinn getur af sér afkvæmi nánast daglega (allir í hópnum hlæja djöfullega). Sp.: Átt þú börn, Halli? H: Nei, ég á engin böm. I: Ég á böm og Bjami á böm og Sigurður á böm og Jóhann á böm. Ég er með myndir héma af mfnum bömum, viljiði sjá? Sp.: Hafið þið spilað mikið á Akureyri? S: Við höfum nokkrum sinnum komið héma. Sp.: Hvernig er að spila á Akureyri? I: Mjög skemmtilegt og það er alltaf troðið. R: Alltaf fullt hjá okkur. Sp.: Getið þið lýst stemmn- ingunni? I: Ólýsanleg stemmning. R: Akureyringar em hresst fólk, gaman að spila fyrir þá. I: Og annað eins úrval af gull- fallegu kvenfólki - það er leitun að öðm eins! S: Við ættum að nota orð þeirra sjálfra; það er mökkur af kvenfólki! R og I: KERLINGUM! S: Það sem okkur finnst svo ömurlegt við Akureyri er þessi skurðgoði sem er héma, hálf ryðgaður og skakkur. Sp.: Viljið þið tjá ykkur eitthvað um stjórnmál? S: Já, við erum allir mjög pólitískir. I: Allir í sama flokki, alveg... S: Það er Rottuflokkurinn. R: Það er meira svona félag, svona félagsskapur. Ógeðslega er þetta... S: Þú veist kannski að Bjami Friðriksson stofnaði Kvenna flokkinn. R: Við erum í Óflokknum. I: Já, við erum þeir fyrstu í Hinum íslenska aftuihaldsflokki og við erum mjög viridr þátttak- endur í honum. R: Með Ingólf leiðandi í aftur- haldi. I: Þetta var grín hjá söngvaran- um. R: HA-HA (hátt, skýrt hljóð með nefgrettu). Sp.: Það var fyrsti mars í gær, afmæli bjórsins. Hvað gerðuð þið að því tilefni? I: Við erum allir með ofhæmi fyrir bjór, fáum exem á bakið. S: Ég tók nú ekki eftir þessu fyrr. H: Við vorum bara mest að vinna í gær. Alveg bara, hven- ær var það, frá hádegi og langt fram á nótt. Sp.: Hver eru framtíðaráform Loðinnar rottu? I: Að fara í klippingu, he, he. S: Áform Loðinnar rottu em þau að... I: Að vera áfram leiðandi afl í íslensku tónlistarlífi og stjóm- málum. Sp.: Ætlið þið að fara eitt- hvað til útlanda að spila sam- fara því að... S: SAMFARA!?! R: BÍÖið þið, við skulum ekki blanda samförum inn f þetta... OG ÞAR MEÐ VAR VIÐTAL- IÐ BÚIÐ, SPÓLAN BÚIN OG KOMIÐ AÐ MYNDATÖK- UNNI. Viðtal og myndir: Ema og Silja Dögg. MUNINN 11

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.