Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1994, Blaðsíða 5

Muninn - 01.11.1994, Blaðsíða 5
Rifsf jórnarpistill Jæja gott fólk! Hér gefur að líta fyrsta tölublað vetrarins. Við höfum lagt kapp á að hafa efni þess sem fjölbreytilegast og vonum að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Við gerð fyrsta blaðs koma upp margvísleg vandamál sem við reynum að leysa úr eftir bestu getu. Eflaust má þó finna eitthvað sem er ábótavant og þá biðjum við ykkur, kæru skólasystkin, að láta okkur vita, því þetta er jú ykkar blað. Við viljum hvetja alla til að senda inn efni. Bekkir og félagahópar geta t.d. tekið sig saman og skrifað eitthvað sniðugt. Einnig viljum við benda fólki á að við getum ekki birt greinar nema þeim fylgi fullt nafn höfundar (hann getur kosið að birta greinina undir dulnefni). Sú hugmynd hefur komið fram að hafa ákveðið þema í hverju blaði (þá er ekki átt við að aðeins sé fjallað um eitt efni í öllu blaðinu, heldur að ritstjórn skrifi um eitthvert ákveðið efni og nemendur segi svo skoðun sína á því). Verið nú virk og sýnið að þið hafið skoðanir á hlutunum. Hvað finnst ykkur um nýja punktakerfið? Er tæknin að leiða okkur til glötunar? Hvað með spillingu í þjóðfélaginu, þrífst hún innan veggja skólans? Er mjólk góð? Muninn er vettvangur fyrir alls kyns pælingar og verið því ekki feimin við að nota hann. Markmið okkar er að Muninn endurspegli skólalífið og þann anda sem ríkir í skólanum hverju sinni. Það þýðir ekki að halda of fast í gamlar hefðir þegar Muninn á í hlut því andinn í skólanum nú er ekki sá sami og fyrir tíu eða tuttugu árum. Við tökum öllum ábendingum um efni í blaðið með bros á vör. Aö lokum viljum við þakka öllum sem lögðu hendur á plóginn, sér í lagi 1. bekkingum, sem eiga heiður skilið fyrir sína hjálp. Takið þá til fyrirmyndar. Lifið heil, Ritstjórn RS. Gvendur frændi hans Jónka fær þúsund kossa fyrir lán á upptökutæki. P.S.^ Gauti og Gísli Jón fá þúsund blauta kossa fyrir ómetanlega aðstoð við uppsetningu blaðsins. P.S.^ Þökkum Sverri Páli fyrir teboð og miðnæturspjall. MUNINN 5

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.