Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1994, Blaðsíða 7

Muninn - 01.11.1994, Blaðsíða 7
Saumapisfill Ragnar: Þögn. (Var fjarverandi) Ásta formanneskja: Jæja, krakkar förum nú að skrifa eitthvað. Hulda Sif: Þetta verður að vera skemmtileg grein! Gunni: Verum öðruvísi! Gerum leiðinlega grein! Ásta: Nei, hún var svo leiðinleg í fyrra. Gunni: Nú, var það? Mæja: Þú'st er drasl í skúffunum hjá ykkur? (Óeiginleg merking) Byrjum bara á þessu! Partý nr. 1 er búið - því miður fyrir þá sem þar voru ekki. Já, nú er kórstarfið hafið af fullum krafti og eins og áður hefur komið fram höfum við nú þegar hafist handa við að efla samstöðuna í kórnum með því að halda suddalegt (orð Mæju) partý þar sem allir skemmtu sér konunglega. Það er enginn vafi á því að það verða fleiri partý í vetur því Ásta formanneskja hefur til umráða einstaklega gott partýhúsnæði (einbýlishús). Fleiri partý verða þ.a.l. haldin í vetur. Nýir félagar eru ávallt, sívalt og kassi velkomnir. Við ætlum s.s. líka að syngja eitthvað í vetur. Æfingar eru komnar vel af stað og eru þær 2svar í viku; einn og hálfur tími í senn. Á þessar fyrstu æfingar hefur verið mjög vel mætt og kórfélagar eru eitthvað um fjörutíu sem stendur. Við komum ekki bara saman á kóræfingum til þess að hittast og hafa það huggulegt og raula eitthvað saman. Nei, við æfum af kappi lög af ýmsum toga og er efnisskráin nú eins og ávallt fjölbreytt og skemmtileg. Við viljum því að sjálfsögðu koma okkur sem mest á framfæri og 27. nóvember (1. í aðventu) syngjum við í messu í Akureyrarkirkju og svo verðum við náttúrulega eitt af aðalnúmerunum á árshátíðinni. Þið megið líka eiga von á okkur rétt fyrir jólafrí þegar við göngum í alla bekki og kennum ykkur eitthvert skemmtilegt jólalag (það verða kannski aðeins færri en 13 erindi núna). Ekki má heldur gleyma jólatónleikum skólans þar sem hinn ástsæli kór mun líka syngja. Á seinni önninni verður farið í æfingabúðir og hápunktur kórstarfsins eru svo vortónleikarnir. Eftir það verður haldið geðveikasta teiti frá því Portúgalar fundu siglingaleiðina til Indlands. Regla I, bls. 100 teiti ->°o þ. tími -> vorpróf Hulda og Mæja: Hættiði að rúðustrikast krakkar! Fyrir hönd Sauma, Nebbinn MUNINN 7

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.